Hverjir eru í efstu deild…..

sungu áhorfendur á Vodafonevellinum í gærkvöldi þegar við mættum Valsmönnum í 32. liða úrslitum VISA

Siggi átti ýmislegt ósagt við Ian Jeffs eftir ljóta tæklingu Jeffs í fyrri hálfleik.

Siggi átti ýmislegt ósagt við Ian Jeffs eftir ljóta tæklingu Jeffs í fyrri hálfleik.

bikarsins. Er nema von að þeir hafi sungið þetta því stóran hluta leiksins var ekki hægt að sjá hvort liðið væri að spila í Pepsi deildinni.  Við lögðum í þennan leik eins og alla aðra, með  það að markmiði að spila okkar leik og gefa okkur 110% í leikinn. Í stuttu máli þá vorum við frábærir í leiknum og það var ekki fyrr en á 72. mínútu að þeim tókst að setja hann. Áður hafði Hilmar átt skot úr aukaspyrnu sem markmaður Vals rétt náði að verja og eins hafði Haukur Þorsteins átt góðan skalla í þverslá.  Við vörðumst vel og komum svo hratt á þá þegar við unnum boltann og oft á tíðum var unun að horfa á hvernig við sundurspiluðum Valsara út á vellinum.  Sérstaklega var gaman að sjá hvernig Oliver lék sér að landsliðsbakverðinum Bjarna Ólafi trekk í trekk, Bjarni viss oft á tíðum ekki hvort hann var að koma eða fara. Niðurstaðan varð 3 – 0 tap en við getum lappað í burtu frá þessum leik með höfuðið hátt og verið stoltir af okkar dagsverki.

Þjálfarinn (Marel) og lærlingurinn (Hilmar) taka léttan tangó

Þjálfarinn (Marel) og lærlingurinn (Hilmar) taka léttan tangó

Ekki er hægt að skrifa um þennan leik án þess að minnast á þann stuðning sem við fengum. Frábærir Álftnesingar áttu stúkuna og ef utanaðkomandi aðili hefði verið að mæta þarna á leik hefði hann haldið að þetta væri heimavöllur okkar en ekki Valsmanna. Áhorfendur voru í einu orði sagt FRÁBÆRIR og sem dæmi um það þá kom Willum Þór þjálfari Valsmanna til okkar áhorfenda eftir leik og klappaði fyrir þeim. Ekki fór hann og klappaði fyrir stuðningsmönnum Vals enda hefði hann sennilega verið fljótari að fara og taka í hendina á hverjum og einum stuðningsmanni Vals, svo fáir voru þeir.  Trommusveitin var æðisleg og ljóst er að við Álftnesingar eigum flottustu stuðningsmenn á Íslandi og þótt víðar væri leitað.
Strákar, nú er þetta verkefni búið. Ef við mætum af þessum krafti og með þetta hugarfar í leikina í deildinni þá er

Flottustu stuðningsmenn í heimi!!!

Flottustu stuðningsmenn í heimi!!!

ekkert lið sem stoppar okkur í að ná markmiðum okkar í sumar. En gamli frasinn lifir „þetta er undir okkur sjálfum komið“. Nú er að setja þennan kraft og þennan vilja í næsta leik sem er gegn Augnabliki næsta þriðjudag á útivelli.
Ég varð nokkuð fúll með mætinguna á æfingu áðan, það er atriði sem við förum betur yfir á næstu æfingu sem er á sunnudag kl. 18:00.

Til hamingju með frábæran leik strákar,

Þjálfi.

Hér eru nokkrir tenglar á umsagnir um leikinn í gær:

Af valur.is
Af fotbolti.net

Af fotbolti.net – Willum
Hemmi Gunn á Bylgjunni

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 19 júní, 2009.

4 svör to “Hverjir eru í efstu deild…..”

 1. Sælir pungar……

  Ég þakka kærlega fyrir skemmtilegt kvöld á Valsvellinum þar sem gamli fékk bæði 15mín af frægð og fullt af tani :)……

  Og svo vil ég líka þakka skemmtilega æfingu í gær …….. þar sem Fannar og Johnny Beeeee ….. fóru á kostum og fengu verðlaunin.. „þetta er parið“…. ósjaldan heheheheh 🙂

  Áfram Álftanes ….. !!!!!

 2. Flottur leikur strákur, frábær frammistaða í 72 mín.

  Veit ekki hvað Óli sævars er að skrifa, ég var að mig minnir ekkert inn í reitnum í gær en það skiptir ekki…
  Við fórum einu sinni yfir 30 þegar óli var inn í og einu sinni yfir 25 og þá var óli líka inn í.. Hummmmm…. skrítið 😉
  áfram álftanes:)

 3. Hallóóó!!
  Leikurinn verður á versalavelli samkvæmt Ksi.is og heimasíðu augnabliks..
  fyrir þá sem vita ekki hvar hann er þá held ég að hann sé þar sem kóralaugin er..
  See you kjútíís

 4. Fannar!!!!! Salalaug heitir þetta!!,þarna er líka fimleikafélagið gerpla til húsa, strákar þið ættuð nú að vita hvar það er … 🙂 okeii bjútís ..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: