Álftanes – KFS 1-1

13062009984

Verið að gera að Markúsi

Það var boðið upp á mikinn baráttu leik á Bessastaðavelli áðan þegar KFS kom í heimsókn. Greinilegt var í byrjun að KFS ætluðu að selja sig dýrt og flugu nokkrar góðar tæklingar strax í byrjun og t.d. fékk Addi eina góða sólatæklingu beint í hnéið svo sá á, tækling sem jafnvel hefði verðskuldað rautt spjald. Við vorum meira með boltann og sköpuðum okkur mikið meira af færum. Það var Jón Brynjar sem kom okkur yfir eftir að hafa sloppið einn í gegn.  Stuttu síðar þurfti Markús að fara af velli eftir að hafa fengið löpp eins KFS mannsins í andlitið þegar hann rendi sér í boltann.  Sauma þurfti 5 spor í höku Markúsar auk eins spors í augnabrún. Um óviljaverk var auðvitað að ræða en engu að síður stórhættuleg tækling hjá KFS manninum og svo til að toppa það alveg missti dómarinn af atvikinu.
Eins og þetta hafi ekki verið nóg þá lenti fyrrnefndur Addi í annari tæklingu og þurfti að bera hann útaf. Kallaður var til sjúkrabíll sem flutti þá báða, Markús og Adda á spítala. Nú er komið í ljós að tímabilið er búið hjá Adda, hann verður í

Markús í sjúkrabílnum

Markús í sjúkrabílnum

gipsi í 10 – 12 vikur með sprungu í legg, sjá nánar hér.  Agalegt að missa Adda en nú þurfa bara aðrir að stíga upp og klára dæmið.  Fátt annað markvert gerðist í þessum hálfleik fyrir utan það að við gátum sett mörk, fengum færinn til þess.
Í seinni hálfleik komu þeir sterkari til leiks, fengu tvö færi snemma en Hólmsteinn, sem kom í markið fyrir Markús, varði vel, flott innkoma hjá honum í sínum fyrsta leik fyrir Álftanes. En slæm varnarmistök urðu til þess að þeir jöfnuðu leikinn, slæmt að gefa svona mörk.  Eftir markið stjórnuðum við leiknum og sköpuðum okkur fullt af færum sem ekki nýttust. Nauðsynlegt að fara að nýta þessi færi og hef ég fulla trú á að það fari að gerast hjá okkur.
Tíminn rann út og jafntefli staðreynd. Hægt er að líta á þetta á tvo vegu, þarna töpuðust tvö dýrmæt stig annan leikinn í röð en hins vegar erum við enn ósigraðir í riðlinum og ætlum að halda því þannig.

Addi bíður eftir sjúkrabílnum

Addi bíður eftir sjúkrabílnum

Nú tekur við kafli tvö í bikarævintýrinu okkar, leikurinn við Val á fimmtudag. Það er æfing á mánudag og þriðjudag kl. 19:30. Ég talaði við bæði Adda og Markús í kvöld og báru þeir sig vel. Við óskum þeim góðs bata, Addi verður frá út sumarið sennilega eins og áður segir en líkur eru á að Markús nái leiknum við Val
Einnig vill ég þakka Hjalta þjálfara KFS fyrir hjálpina í dag, gott að hafa lækni á staðnum þegar svona áföll koma upp.

Sjáumst hressir á mánudag,

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 13 júní, 2009.

8 svör to “Álftanes – KFS 1-1”

 1. Ósköp er leitt að heyra um þessa sprungu og að sjá þessi meiðsli í dag. Alls ekki lagt upp með æsing fyrir leik og leikmenn frá okkur, sem blönduðust í þessi atvik engan veginn þekktir fyrir ofbeldi á knattspyrnuvelli. Við leggjum upp með prúðmennsku og ég vil kenna aðstæðum um að menn renndu sér út og suður, var reyndar búinn að biðja menn um að gera ekki of mikið af því. Til áréttingar voru menn beðnir um að róa sig í hálfleik og var seinni hálfleikurinn mun prúðmannlegri, enda menn líka orðnir vanari þessum óvæntu aðstæðum, sem skullu á rétt fyrir leik og hurfu strax eftir leik(mígandi rigning). Við óskum meiddu leikmönnunum alls hins besta og ég veit að mínum leikmönnum finnst þetta jafnleitt og mér. Ég reyndi að sýna ykkur það í dag að það voru alls engin illindi af okkar hálfu gagnvart ykkur, hvorki fyrir leik, í leik eða eftir leik. Vildi undirstrika það með þessum skrifum og vona, að þið séuð sáttir við okkur, veit, að menn reyndu að afsaka sig gagnvart ofannenfndum leikmönnum í dag, það vildi enginn, að þetta gerðist, næg hafa meiðslin verið hjá okkur, og örugglega skilningur á því að vera ekki að meiða aðra vísvitandi.
  Óskum ykkur alls hins besta í framhaldinu, þið eruð með heilsteypt og gott lið, höldum með ykkur í Bikarleiknum.

  • Sæll Hjalti.
   Takk fyrir þetta, við vitum að engin fer í leik til þess að meiða annan leikmann og svona lagað gerist í hita leiksins og auðvitað hjálpaði rigningin ekki til. Þakka þér aftur fyrir hjálpina og við hlökkum til að mæta ykkur aftur næst, í eyjum.

   Ásgrímur

 2. Sælir piltar….. Hræðilegt að missa Adda Massa enda öðlingsdrengur og mikill jaxl…. !! Óska þér góðsbata Addi minn og hef trú að þú verður komin á ról fyrr en mann grunar.

  Kv

 3. Sælir strákar, við sýndum alveg hvað við erum gott lið, við yfirspiluðum liðið sem er að berjast við okkur um fyrsta sætið áttum fullt af dauðafærum, örugglega svona fjögur einn á móti markmanni, en
  sóknarmennirnir okkar voru óheppnir í dag, en gengur vonandi betur næst, ekkert smá flott að sjá spilkaflana í leiknum en svona er þetta stundum áttum klárlega að vinna þennan leik svona 5-1, spurning um að láta Jóhann Inga tala við okkur fyrir Valsleikinn,, hahahahaha

 4. Er þetta prentvilla eða er æfingin 18-30 !!!!!! yes fíla það!!!!

 5. ÚÚfffff.. ótrúlegur leikur!! Við áttum klárlega meira skilið en eitt stig en það er bara stundum svona, þetta fer að falla með okkur þegar líður á sumarið, er ekki í vafa um það.. Ég átti t.d. að geta skorað 2-3 mörk!!!!!!!!!!!!! Andskt….
  En svona er boltinn, þetta er enginn heimsendir þó manni líði smá þannig….
  Nú er um að gera að byggja á þessu, halda áfram að spila boltanum. Rosalega gaman að sjá liðið okkar þegar við höldum boltanum svona vel. Þessi leikur var klárlega upp á við miðað við KFR leikinn.
  Sé ykkur á þriðjudaginn..
  Áfram álftanes!

 6. Ég verð að segja það, að ég er ánægður með spilamennskuna hjá okkur í þessum leik. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefðum við klárað hann og fengið 3 stig, en svona er einmitt fótboltinn, betra liðið vinnur ekki alltaf. Ég þekki það að vera frammi og eiga svona daga, það er leiðinlegt, en við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur.

  Ég er líka ánægður með hvað við héldum boltanum vel og af miklu sjálfsöryggi á köflum, og sköpuðum okkur töluvert af færum í kjölfarið. Þannig á að spila fótbolta, hratt og aggressívt. En við þurfum líka að spá í einu, við getum haldið boltanum enn meira niðri, allir. Maður dettur stundum í að gefa úrslitasendinguna, sem virkar eiginlega aldrei, en við lögum það bara. Hugsum dæmið þannig; ef sendingin sem maður er að spá í að gefa, er bara 50/50, þá á maður að sleppa því að senda hana, sérstaklega þegar maður vill fara að lyfta boltanum í einhverja Hollywood sendingu.

  Það er fullt sem við getum lært af tveimur síðustu leikjum. Á móti KFR, lærðum við að maður þarf að mæta brjálaður í alla leiki frá fyrstu til síðustu mínútu, og eins getum við verið hrikalega ánægðir með comebakkið, og að ná stigi. Ég veit ekki hvað ég hef oft spilað leiki, þar sem maður fer inn með 2-0 á bakinu í hálfleik, og leikurinn fer svo 4-0. Virkilega góður karakter og það eru bara góð lið sem geta komið með svona comeback.

  Á móti KFS lærðum við að það þarf að klára leiki, eitt núll er ekki nóg, það þarf að setja annað markið, til að fá smá rými til að anda. Spilið hjá okkur var gott, og færasköpun ágæt, slúttun er eitthvað sem við vinnum í næstu daga. Einbeitum okkur líka enn meira að halda boltanum niðri, öll okkar færi eru að koma á þann hátt.

  En það er eitt sem ég er ánægðastur með á móti KFS, og það er karakter liðsins eftir bæði þessu slæmu meiðsli hjá strákunum. Mörg lið fara bara að grenja og verða litlir í sér þegar liðsfélagar manns meiðast illa, það er óþægilegt að sjá markmanninn sinn steinrotaðan á vellinum, og vera með áhyggjur af því að bakvörðurinn manns sé fótbrotinn. Við héldum áfram að krafti og urðum bara ákveðnari, virkilegir töffarar að mínu mati og vel gert.

  Að lokum vil ég óska Adda góðum bata, þetta er mjög leiðinlegt fyrir hann og okkur, þar sem hann var búinn að vera mjög sterkur í síðustu leikjum, en Addi kemur aftur það er klárt, fyrr en seinna eins og Óli sagði.

  Toppbaráttan er galopin strákar, en það verður að segjast að ef mér hefði verið boðið að vera með flest stig liða eftir 5 leiki, í byrjun sumars, þá hefði ég þegið það með þökkum, þannig höldum áfram að vinna svona vel eins og við höfum verið að gera.

  Svo vil ég þakka KFS fyrir góðan móral og hjálp með strákana, virkilega vel metið og hlökkum við til að mæta þessu sterka liði aftur.

  Áfram Álftanes, og ég er sáttur með þetta hjá okkur strákar.

 7. hæ þið ég bý á áftanesi og hef búið þar síðan ég fæddist ég er 9ára og fylgjist rosa vel með fótbolta ég æfði fótbolta í 1 bekk en ég hætti bróðir minn er 16 ára og æfir fótbolta og er rosa klár ég vil endilega að þið svarið kv.katrin:) p.s.þetta er rosa gott lið

  kv.katrin

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: