Slakur fyrri hálfleikur varð okkur að falli

Þetta var ekki skemmtilegur fyrri hálfleikur sem við buðum uppá í kvöld strákar. Við vorum á hælunum frá byrjun,

Markús átti góðan leik í kvöld.

Markús átti góðan leik í kvöld.

mikið um feilsendingar, vorum ekki að spila boltanum eins og við höfðum talað um, skot á mark voru teljanleg með tveimur fingrum og vinnslan í liðinu var engin.  Við fengum víti sem klúðraðist og í næstu sókn fáum við á okkur mark eftir að skot þeirra hafði breytt um stefnu af varnarmanni.  Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks fengu þeir svo aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn miðjan og var það brot algjör klaufaskapur. Þeir náðu skoti á mark sem Markús varði en þeir náðu frákastinu og skoruðu, enda fór engin frá okkur í frákstið.
Seinni hálfleikur var allt annar og hefðum við geta verið búnir að minnka muninn eftir 30 sek. en skot Hilmars fór í stöngina, Óli náði frákastinu en markmaður þeirra varði ótrúlega skot hans.
Markið lá í loftinu og það kom eftir mikla pressu og það var Siggi Bryn sem skoraði það með góðu skoti. Eftir þetta héldum við áfram að pressa þá og það bar árangur um miðjan hálfleikinn þegar Haukur Þorsteins skoraði með flottu vinstrifótar skoti, óverjandi. Þrátt fyrir mikla pressu náðum við ekki að bæta við marki, KFR hefði getað stolið sigrinum í stöðunni 2 – 1 þegar þeir komust í gegn en Markús sá við þeim, frábær markvarsla.
Ég er ekki vanur að skrifa eða tjá mig opinberlega um frammistöðu dómara en það sem liðunum var boðið upp á í kvöld, og þá meina ég báðum liðum, á ekki skilt við dómgæslu. Þegar dómari ef farinn að tala um að ástæður þess að hann t.d. reki ekki mann útaf sem tekur sóknarmann niður sem er kominn í gegn eins og gerðist þegar við fengum vítið séu að hann hafi ekki haft trú á að sóknarmaðurinn hefði skorað þá er mikið að, ekki einu sinni gult spjald. Eins spjaldaði hann ekki okkur né þá fyrir tæklingar sem klárlega áttu skilið spjald, bara af því að það er ekki hans stíll, eins og hann sagði sjálfur.  Ég ætla að vona fyrir hans hönd að þetta hafi verið einn af slæmu dögunum því ef svo er ekki þá er hann ekki á réttri hillu. Vona ég svo innilega að við fáum þennan ágæta mann aftur á leik hjá okkur í sumar svo hann geti sannað fyrir okkur að hann eigi heima með flautu í hendi á fótboltavelli.

Frábær karakter strákar að koma til baka eftir að hafa lent 0 – 2 undir.  Við vitum allir að við erum með flott lið og auðvitað koma slæmir kaflar inn á milli, það vita allir. Nú er að rífa sig upp úr þessu og tækla næsta leik sem er gegn KFS.

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 5 júní, 2009.

4 svör to “Slakur fyrri hálfleikur varð okkur að falli”

 1. Þetta var allt í lagi í seinni hálfleik. Ég hefði alveg viljað sjá einhver spjöld hjá dómaranum svo leikmenn myndi hætta að tefja leikinn því taktíkin hjá KFR var að láta okkur þurfa að senda háa bolta inn í teiginn þeirra þar sem þeir voru með stóra miðverði. Ef einhver spjöld hefðu komið þá hefði ekki verið hægt að brjóta endalaust á okkur.
  En fínn seinni hálfleikur hjá flestum. Ég veit fyrir víst að ég var mjööög slappur í öllum leiknum, ekki minn dagur. En það voru aðrir sem redduðu málunum og létu mig líta betur út á vellinum;) Held ég hafi verið tekinn úr umferð í leiknum!!
  Áfram álftanes…

 2. Hvar er draumurinn???

  Fann hann á förnum vegi austur á firði….

  Þvílíkur leikmaður

  Áfram Fannar ekkert væl og sæl, sagðir það sjálfur hér um daginn, engar afsakanir…..

 3. Hehehehehe, þetta er ekki væl og skæl. Þetta er staðreyndin, ég stóð mig illa og þá segi ég frá því, vegna þess að menn búast við meiru af mér heldur en ég gerði í þessum leik og ég býst við MIKLU meiru af mér heldur en ég gerði í þessum leik. Áfram álftanes
  Djöfull er Ingó flottur! 🙂

 4. Ingó Ingó, djöfull flott mynd af kallinum, flottur fyriliði!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: