ÍR slegið út, ja hvað er hægt að segja!!!!

Strákar og aðrir Álftnesingar, hvað er hægt að segja. Frábærum leik lokið á Bessastaðavelli lokið og búið að slá ÍR út úr bikarnum. Hverjir höfðu trú á þessu aðrir en við og kannski nokkrir  aðrir? 
Við lögðum málin upp þannig að það væri ekkert lið sem gæti ætlast til þess að koma hingað í sveitina og ætla sér að eiga náðugt kvöld. Við horfðum jákvætt á hlutina og vissum að ef við spiluðum okkar leik þá værum við í séns. Þetta snýst um okkur og enga aðra, við höfum bullandi trú á því sem við erum að gera og erum ákveðnir í því að láta ekkert stoppa okkur á þeirri ferð sem við erum á.

Jokull

Jökull setti fyrsta markið í nýju mörkin.

Leikurinn byrjaði af krafti og vorum við smá stund að koma okkur í takt við leikinn. ÍR var ekki að skapa sér nein hættulega færi, jú eitt til tvö í fyrri hálfleik, í annað skiptið tók Markús þá í bakaríið og í hitt skiptið skoruðu þeir með skalla eftir hornspyrnu og misskilning í vörninni hjá okkur. Hins vegar vorum við að standa okkar vakt áætlega, vorum aðeins of langt frá mönnum og hefðum mátt vera aðeins sneggri á boltanum.
Þetta lagaðist mikið í seinni hálfleik og menn gáfu allt í það sem þeir voru að gera. Leikurinn varð dálítið harður í seinni hálfleik en það var einfaldlega af því að menn voru tilbúnir að gefa sig og allt sitt í leikinn.  Nýju mörkin á Bessastaðavelli gáfu vel í seinni hálfleiknum og það var Jökull sem skoraði fyrsta mark Álftnesinga í nýju mörkin þegar hann fylgdi á eftir færi frá Oliver. ÍR var ekki lengi að komast yfir aftur, skoruðu með góðu skoti fyrir utan teig eftir að aukaspyrna þeirra hafði verið hreinsuð úr teignum.
Enn og aftur kom karakterinn í liðinu í ljós þegar Fannar jafnaði  með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig í vinstra hornið. Skotið kom eftir að hann hafði notað vörumerki sitt, feikað skot með hægri, lagði hann á vinstri og setti tuðruna. Staðan orðin 2 – 2 og menn og áhorfendur farnir að undirbúa framlengingu í rökrinu á nesinu. ÍR fékk 2 – 3 dauðafæri til að gera út um leikinn í lokin en inn vildi boltinn ekki.
En vitið menn, Haukur Þorsteins ákvað það að liðið hefði ekki orku í framlengingu og tók til sinna ráða. Setti kvikindið með góðu skoti og tryggði frábæran 3 – 2 sigur á 1. deildarliði ÍR.
Fögnuður okkar var svo mikill eftir markið að menn áttuðu sig ekki á því að þeir voru allir komnir á eigin valllarhelming út við hliðarlínu að fagna með áhorfendum.  Með réttu hefðu ÍR-ingar getað tekið miðju og hlaupið upp völlinn og skorað á meðan okkar lið lá í hrúgu út við hliðarlínu en reynsluboltinn Svenni kveikti á perunni og dreif sig inn í miðjuhringinn til þess að tryggja það að ÍR tæki ekki miðjuna. Ekki lagðist það vel í Breiðhyltinga og tók einn sig til og henti Svenna í burtu og hlaut að launum brottvísun frá ágætum dómara leiksins. Þess má geta að Svenni fékk gult spjald fyirr að tefja framkvæmd miðjunar.  Fljótt hugsað hjá Svenna og sennilega kom hann í veg fyrir mark þarna.

Það var mikið fagnað í klefanum að leik loknum eins og sjá má með því að smella á þennan link hér.

Sjá pistil Magga Bö, fréttaritara Fótbolti.net, um leikinn.

Dregið verður í 32. liða úrslit í hádeginu á fimmtudag og gaman verður að sjá hverja við fáum. Ég á minn draum en læt hann ekki hér uppi, hvað sem við fáum þá er pottþétt að við munum mæta vel stemndir til leiks.

Æfing á morgun kl. 19:30 og svo eigum við heimaleik gegn KFR í deildinni á föstudag kl. 20. Nú verða menn að koma sér niður á jörðina og setja sig í gírinn fyrir leikinn á föstudag, ferð okkar heldur áfram og við munum markmið okkar fyrir sumarið, það er ekki falið í þessum leik í kvöld heldur er það leikurinn á föstudag sem markmiðin snúast um.

Til hamingju strákar með frábæran leik og til hamingju Álftnesingar með strákana YKKAR!!!!!

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 2 júní, 2009.

12 svör to “ÍR slegið út, ja hvað er hægt að segja!!!!”

 1. 12 maður álftanesar gleymist og það voru stuðningsmenn álftanesar 😉

 2. Rétt Ari, eins og alltaf fjölmenntu Álftnesingar á völlinn og ég verð seint þreyttur á að segja að flottari áhorfendur og stuðningsmenn er ekki auðvelt að finna. Takk allir fyrir stuðninginn!!!

 3. Alveg sammála, áhorfendur eru 12 maðurinn og ég fékk auka orku að heyra lætin í þeim.. algjör snilld, ótrúlega gaman alveg…
  Má kannski ekki gleyma því að svenni lagði markið hans Hauks upp og kom svo í veg fyrir að þeir skoruðu með fljótri miðju.. fjúfffffff…
  Þetta var æðislegt og líklega eitt af bestu mómentum mínum í Fóbó, það er ykkur öllum að þakka, leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum :*:*:*:*

 4. sorry strákar var ekki að finna mig í þessum leik erfitt að spila svona einn frammi , enn á meira inni og kem með það í næstu leiki

 5. Varst alveg að finna þig í þessum leik, fékkst ekki úr miklu að moða… Enda erfitt að spila einn frammi og kantararnir okkar frekar aftarlega. En þú áttir mark 1, var það ekki? Fórst upp kantinn og sendir á fjær þar sem haukur (minnir mig, frekar en Oliver) skallaði hann á Tomma!!
  Þetta var bara baráttuleikur… Ekkert sorry Johnny, stóðst fyrir þínu.

 6. Rétt Fannar, það er enginn sem þarf að byðjast afsökunar á einu eða neinu, við unnum þennan sigur sem heild, allir sem einn.

  Þjálfi

 7. Til hamingju með sigurinn strákar

 8. Engar afsakanir Jón brynjar þú varst mjög góður, erfitt að spila einn frammi… EN ÆTLA AÐ MINNA AÐ VIÐ ERUM MEÐ KLEFA, og endilega hittumst inn í klefa fyrir og eftir æfingar, förum nú að gera þetta eins og alvuru klúbbar……

 9. Hauki langar nefnilega að skoða fleiri typpi.

 10. það er ekkert skemmtilegra en að taka sturtu með félögunum.. gaman að spjalla inní klefa um daginn og veginn;)

 11. ÉG ELSKA VERA MEÐ HAUKI Í STURTU HANN ER SVO ÓFEIMINN VIÐ AÐ GLÁPA Á MAN HAHAHAHAHAHHAHA GLÆSILEGUR SIGUR STRÁKAR ….. 🙂

 12. congratulation guys i will hope that next game in icelandic cup against valur will br not last:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: