1 – 3 sigur á KB

4682_79259503220_782038220_1694163_7830383_n

Jón Brynjar skoraði þrjú.

Það er óhætt að segja að menn hafi komið rétt stemmdir til leiks í Breiðholtið í kvöld þegar við mættum KB. Það sást greinilega strax í upphitun hvort liðið var tilbúið í leikinn og það kom á daginn. Við áttum fyrri hálfleikinn með húð og hári og segja má að þetta hafi verið hálfleikur Jóns Brynjars. Kappinn setti þrjú kvikindi í fyrri hálfleik, öll eftir að hafa komist einn í gegn um vörn KB, síðasta markið var nú reyndar gjöf frá Hilmari sem lagði á Jón Brynjar þegar þeir komust báðir einir gegn markmanni.  Vel gert hjá Hilmar, mjög óeigingjarnt og eitthvað sem menn mega taka sér til fyrirmyndar. Hilmar skoraði reyndar eitt mark strax í byrjun leiks en það var dæmt af vegna mjög svo vafasamrar rangstöðu. Frábært að fara inn með 0 – 3 forystu inn í hálfleik en……..

Í hálfleik ræddum við um að við mættum ekki missa okkur, staðan væri góð en menn yrðu að halda áfram. Staðan væri bara 0 – 0.  Þá gerðist það sem oft gerist þegar menn eru með örugga forystu í hálfleik, við komum á hælunum út í seinni hálfleikinn og fengum á okkur mark strax.  Í stað þess að brotna og fara í fýlu þá þjöppuðu menn sér saman allir sem einn og vörðust.  Það lá talsvert á okkur í seinni hálfleik en vörnin  hélt og það sem hún tók ekki afgreiddi Markús í markinu, átti flottann leik.  Eins var þríeykið í miðri vörninni og aftast á miðjunni, Siggi, Haukur og Tommi að eiga góðan dag.  Svenni kom inn um miðjan seinni og þvílík innkoma, öryggið uppmálað og kom með talsverða ró inn í vörnina.  Annars átti allt liðið flottan dag, Oliver og Hilmar voru að skapa sér mikið pláss á köntunum í fyrri hálfleik, pláss sem við hefðum kannski getað nýtt okkur betur.
Flottu sigur á erfiðum útivelli staðreynd og góð 3 stig í húsi.

Það er mæting á Bessastaðavöll kl. 18 á morgun, létt skokk og pottur, muna að koma með klink til að borga í sundið. Síðan kl. 19 á að horfa á KFK taka á móti KV í C – riðlinum en leikurinn er á Bessastaðavelli.

Flottur leikur, til hamingju  strákar.

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 29 maí, 2009.

6 svör to “1 – 3 sigur á KB”

  1. vill bara taka það framm að það sem hilmar sýndi með sendingunni á johhny þegar hann var sjálfur í dauðafæri var ekki bara til fyrirmyndar heldur eina rétta í stöðunni. þó að menn séu í ákjósanlegu færi VERÐA þeir hreinlega að nýta sér það ef að liðsfélagi er í betra færi og senda á hann. auðvitað ef það fer ekk út fyrir velsæmismörk og út í eikkað bull. snilldar leikur annars drengir, frábær fyrri hálleikur þar sem við pökkuðum heimamönnum hreinlega saman og brugðumst svo hárrétt við í mótlætinu í seinni eftir að fá á okkur markið. BARA karakter að fá ekki á sig annað.

  2. Frábært hjá ykkur strákar !! ALGER SNILLD svo er það bara ÍR í næsta leik !!!! þið munið standa ykkur vel þar án efa !

    ÁFRAM ÁLFTANES !!!!

  3. Tilhamingju johny 3 mark. fyrirgefðu strákar ég var ekki góður í leikin í gær . ÁFRAM ÁLFTANES.

  4. glæsilegt strákar, til hamingju JónB….ég mæti kannski í sund ef veður leyfir

  5. Flottur sigur strákar, ég hefði líklega alltaf skotið í færinu hans Hilmars 😉
    Ronni, þú varst góður í vörn… Átt ekkert að segja fyrirgefðu, bara halda áfram að bæta þig..(vona að þetta skiljist;))

  6. Flottur leikur strákar, sammála þér Fannar!! engar afsakanir gengur bara betur næst Ronni, nú er það bara ÍR á þriðjudag og eins gott að fara setja hausinn í það, það kemur ekkert lið á okkar heimavöll í auðveldan leik, sama í hvaða deild þeir eru!!!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: