Skyldusigur

Hilmar

Hilmar skoraði flott mark í dag

Spilað í dag við Afríku í frábæru veðri upp á Tungubökkum. Við byrjuðum leikinn af krafti og það má segja að í fyrri hálfleik hafi aðeins eitt lið verið á vellinum. Hilmar skoraði beint úr aukaspyrnu sem við fengum fyrir utan teiginn hægra meginn, flott mark hjá Hilmari. Næst skoraði Jökull eftir góðan undirbúning frá Sigga Baldurs en Siggi lék þarna sinn fyrsta leik fyrir Álftanes ásamt Torfa Bryngeirs.
Fannar skoraði síðan þriðja markið með góðu skoti og svo bætti Addi við fjórða markinu úr víti en þess má geta að bróðir Adda, Óskar, var í marki Afríku og leiddist Adda ekkert að skora hjá honum. Fannar bætti síðan við fimmta markinu áður en að Afríka minnkaði muninn. Eftir slæma sendingu frá Tomma til baka komust þeir einir í gegn og skoruðu, þeirra eina færi í hálfleiknum. Staðan því 5 – 1 í hálfleik.
Síðari hálfleikur bar þess merki að leikurinn væri búinn, við duttum algjörlega niður á þeirra plan og vorum ekki að spila okkar leik. Menn voru ekki á tánum við það að halda áfram að láta Afríku hafa fyrir hlutunum, þess í stað fengu þeir tíma á boltanum og gerðu okkur oft lífið leitt.
Þetta er hlutur sem við verðum að læra af, við verðum að klára verkefnin sama hvernig þau líta út.

Fannar setti tvö

Fannar setti tvö

Þeir minnkuðu muninn eftir röð mistaka hjá okkur en við settum punktinn yfir i-ið undir lokinn þegar Torfi skoraði sitt fyrsta mark fyrir Álftanes, eins og áður segir í sínum fyrsta leik. Lokastaðan því 6 – 2 skyldusigur.

Í heildina litið er ég sáttur við fyrri hálfleikinn en ekki þann seinni. Það er æfing á morgun kl. 19:30 og munum við þá setjast að eins niður og ræða leikinn. Síðan er æfing á þriðjudag, frí á miðvikudag og á fimmtudag byrjar svo fjörið þegar við mætum Þrótti Vogum í fyrsta leik tímabilsins.

 

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 17 maí, 2009.

6 svör to “Skyldusigur”

  1. heyrðu þjálfi á ekkert að minnast á atvik leiksins, þegar ég fékk karate-sparkið í bakið?Samt ágætis fyrri hálfleikur,mjög slakur seinni-hálfleikur, en mjög góð innkoma hjá nýju mönnunum í liðinu, svo verða rasskellingur í sturtunni eftir leikinn á fimtudag, allir þeir sem spila sinn fyrsta leik fyrir Álftanes í íslandsmóti eru flengdir smá…. 🙂 🙂

  2. Prýðismynd af manni! haha, en fínasti sigur í dag! 😀

  3. Hehehe,, frábær mynd af mér.. flott á mér hárið, núna vitið þið hver nýjasta tískan er strákar 😉

  4. Haukur, ræðum ekki svona fáránleg atvik enda eiga þau ekki heima í fótbolta og til einskis að velta þeim fyrir sér lengi.

    Þjálfi

  5. okei, sorrý kallinn minn!!en við hefðum getað misst tvo til þrjá í meiðsli eftir þennan leik, og þegar við kepptum við þá síðast var einum gefið feitt á kjaftin, þannig að ég er algjörlega á móti því að spila æfingaleik við þetta lið aftur..!!

  6. Haukur ekki gleyma því að ég fékk frekar fast spark í hausinn á móti þessu líði fyrir um ári síðan meiddi mid dáldið held samt að Árásarmaðurinn hafi meidd sig smá meira hehe gleymi þessu atviki seint 😀 en flottur sigur strákar Áfram Álftanes …….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: