Ertu kelling? Lestu þetta!! Tekur 3 min.

Allir leikmenn í þriðju deildinni á Íslandi eru í fótbolta því þeim finnst það gaman. Við erum því ekki undanskildir strákar. Þegar menn mæta á æfingar þá er misjafnt hversu mikið hver og einn tekur á því. Ég persónulega mæti á allar æfingar(hef reyndar mætt lítið) til þess að hlaupa þangað til ég get ekki meir, ég reyni að fá sem mest út úr æfingunni hverju sinni. Vissulega á að vera gaman en stundum verður maður pirraður og reiður, en það fylgir þessu sporti. Menn sem alltaf skemmta sér vel á æfingum hvort sem þeir tapa eða vinna eru ekki í þessu til þess að ná árangri, það er mín skoðun. Mér þykir best þegar menn taka jafn vel á því á æfingunni og þeir myndu gera í keppnisleik. Munurinn á æfingum og leikjum er sá að tempóið er oftast hærra í leikjum en það þýðir samt ekki að menn eigi að taka minna á því á æfingum. Menn hljóta að vilja vinna alla leiki, á æfingum og keppnisleiki. Ég datt í þá gryfju þegar ég var yngri að fara varlega í þessa „gömlu“ og „góðu“ leikmenn, passa að meiða þá ekki því þeir öskra svo hátt á mann, semsagt ég spilaði ekki minn bolta og fyrir vikið sýndi ég ekki það sem í mér bjó.

Eitt dæmi um hvernig menn eiga að bregðast við öskrum og látum frá mótherja: Hann Bubbi „beauty“ sparkaði eitthvað í mig á æfingunni í gær, þriðjudag, og ég öskraði eitthvað á hann. Málið er að þarna var Bubbi ekkert að gera neitt af sér, hann var bara að spila sinn leik og ég var orðinn pirraður að ekkert hafi gengið upp hjá mér. Þó svo ég hafi öskrað á Bubba þá vil ég ekki að hann breyti sínum leikstíl, langt í frá, hann á að halda áfram að spila sinn bolta og ekki hlusta á vælið í mér. Hann sagði sorry og allt var í góðu, en næst þegar ég kemst í návígi við „beautyið“ þá á hann að koma á sama krafti í mig og hann gerði þetta umrædda skipti. Ef ég meiði mig aftur eða finnst á mér brotið þá segir Bubbi bara sorry og leikurinn heldur áfram. Þetta er karlmannsíþrótt.

ATH!! Ég er ekki að segja mönnum að fara í tveggjafóta tæklingar. Það er hægt að taka á því og berjast á marga vegu.
Málið með þetta er að ég hef tekið eftir því að sumir menn eru smeykir við að sýna sitt rétta andlit bara að því þeir gerðu eitthvað sem öðrum í liðinu líkaði ekki, so what!! Það er gleymt um leið og æfingin er búin, svo haltu áfram að spila þinn leik á næstu æfingu!! Menn sem spila á þessu plani í fótbolta, þ.e.a.s. í meistaraflokki, eiga að vera með þroska í það að geta spilað fótbolta, pirrast, öskrað út í loftið(samt ekki blóta öðrum) og verið reiðir en þegar æfingin er búin þá eru allir vinir aftur. Mér var kennt það í 3 eða 4 flokki að menn sem geta æst sig upp en náð sér jafn fljótt niður aftur verða góðir fótboltamenn, allavega betri en hinir sem engu þora og ekkert gera.

Ég get lofað ykkur því að ég er ekkert hættur að öskra á menn þegar þeir brjóta á mér, meiða mig eða gera hluti sem ég er ekki ánægður með. En í Gvuðana bænum ekki breytast í kellingar því einhver er ekki sáttur við eina og eina tæklingu.. Ekki láta mótlætið buga ykkur 😉
Berum ávallt þá virðingu fyrir náunganum sem við viljum að náunginn beri fyrir okkur.
Sjáumst 😉

Kv Fannar Eðvaldsson.
Koma svo, taka á því!!!!!!!!!!!!!!!

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 13 maí, 2009.

8 svör to “Ertu kelling? Lestu þetta!! Tekur 3 min.”

 1. Sorry marr…. :/

  Annars er ég líka sammála og ég er sammála þér Fannzi um þetta Það sem gerist á æfingu helst á æfingu og ekki taka vandamál utan vallar með ykkur á æfingar, þótt þið séuð ósáttir við e-n þá er hann samt ennþá liðsfélagi innan vallar

 2. váááhh rosa penni!!! góður gamli reynslubolti… 😉

 3. góð grein. Sammála þessu

 4. Eins og talað úr mínum heila! Góður Fannar.

 5. Nokkuð ljóst að tíminn á Birföst hefur gert þér gott :)….

  Orð að sönnu ……… Klesstaannn 🙂

 6. Vel mælt Fannar…Algjör eðall.

  Tekur þig líka vel út í Auglýsingunni fyrir Háskólan á Bifröst í Fréttablaðinu í dag! Tékkið á Kjallinn!!!

 7. Já vá FANNAR!!!! flottur í fréttablaðinu í dag, alltaf sama sólheimaglottið 😉

 8. hehehehe, svona er þetta á bifröst, allir svo ligeglad…;)
  En það er gott mál ef menn eru sammála mér 🙂 Menn eiga að vera sammála!
  Hver ætlar að halda partý á morgun??

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: