Aðeins um Álftanes og KFK

Nokkuð hefur verið rætt og ritað um þá staðreynd að KFK hefur tekið sæti Snæfells í C-riðli 3. deildar og talað um liðið sem B lið Álftaness. Til að uppræta allan misskilning þá er staðan þessi:
Í vetur hafa um 35 aðilar stundað æfingar hjá Álftanesi. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að fara með slíkan hóp inn í keppnistímabilið og ákvað því þjálfari liðsins að skera hópinn niður í 16 manns og því til viðbótar eru nokkrir strákar úr 2. flokki sem munu spila með meistaraflokki í sumar.
Restinn af hópnum ákvað því, þegar færi gafst á, að stofna sitt eigið lið og sækja um laust sæti í 3. deildinni enda búnir að æfa 3 – 4 sinnum í allan vetur með það að markmiði að keppa í deildinni.
Formaður knattspyrnudeildar KFK er Magnús Valur Böðvarsson og er hann einnig þjálfari liðsins.
Álftanes óskar KFK góðs gengis í barátunni í sumar og sú staða getur jafnvel komið upp að þessi lið mætist í VISA Bikarnum í sumar. Má þá búast við hörku derby leik á Bessastaðavelli.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 8 maí, 2009.

2 svör to “Aðeins um Álftanes og KFK”

  1. þetta er frábært framtak að setja þetta lið í keppnina, kemur sér langbest fyrir þá sem í það eru valdir. Ég þekki það að vera ungur og til hliðar hjá liði sem mesta lagi varamaður og segi það alveg frá hjartanu að þeir sem eru 17,18,19,20 þurfa að spila reglulega og á leveli með fullorðnum mönnum. Þannig ná þeir LANGmestum framförum. Spila reglulega og á móti eldri og sterkari mönnum – þannig er það bara. Það eru margir í þessu KFK liði sem hafa verið að spila með Álftanesi í vetur og þá dettur mér Ellarnir og Smári fyrst í hug en auðvitað fleiri OG þeir hefðu hæglega getað spilað fyrir hönd UMFÁ fyrri part sumars og gera vonandi seinni part. Þetta er kasski ekkert sérstök lesning en ég vildi óska þess að ég hefði lesið þetta fyrir 5-6 árum.

  2. Flottur Haukur… Þetta er hárrétt hjá þér. Alveg glatað að sitja á tréverki og bíða eftir sénsinum, miklu skemmtilegra að spila alla leiki 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: