KFK tekur sæti Snæfells

Þá er það komið á hreint, KFK mun taka sætir Snæfells í C-riðli 3. deildar og því orðið ljóst að tvö lið af Álftanesi verða með í þriðju deildinni þetta árið.  Frábært og örugglega einsdæmi að svo lítið sveitarfélag eigi tvö lið í deildarkeppninni. Það má segja að þetta sé viðurkenning á því hve vel hefur verið staðið að málum hér á nesinu. Það verður því nóg að gera á nesinu í sumar og verkefni fyrir alla þá rúmlega 30 aðila sem eru búnir að vera að æfa.  Því miður er ekki pláss fyrir alla þessa aðila í Álftanesliðinu og því er frábært að þeir aðilar sem ekki komast að geti farið í nýtt lið og spilað. Nú þurfa þeir sem ætla að skipta yfir í KFK að ganga frá þeim félagaskiptum. Álftanes þakkar þeim æfingarnar í vetur og óskar þeim góðs gengis með nýja félaginu, okkar bræðrafélagi.

Á síðu KSÍ má sjá þessa tilkynningu:

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að Keilufélagið Keila (KFK) taki sæti Snæfells í C-riðli 3. deildar karla. Þrjú lið sendu staðfesta þátttökutilkynningu ásamt fjölda fyrirspurna frá öðrum félögum.

KFK tekur því sæti Snæfells og má sjá leikjaniðurröðunina hér að neðan en fyrsta umferð riðilsins verður leikin fimmtudaginn 21. maí.

3. deild karla – C riðill

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 4 maí, 2009.

2 svör to “KFK tekur sæti Snæfells”

  1. Djöfull lýst mér vel á þetta! 😀

  2. þetta er algjöööööööör snilld… Frábært. Gaman að það verði nóg um að vera í allt sumar fyrir alla leikmenn liðsins! Þetta þýðir að allir leikmenn bera jafna ábyrgð og núna er það ekkert costa del sol um mitt sumar!! 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: