Eðal ferð lokið

Strákar, takk fyrir frábæra ferð á Hvolsvöll um helgina. Ferðin var þræl skemmtileg og ég held að allir hafi haft gaman að. Gaman að komast á gras og nú styttist í að alvaran byrji. Það er frábært að geta farið í svona ferð með yfir 30 stráka sem allir eru tilbúnir að leggja sig alla í verkefnið. Þetta sýnir að við erum að verða tilbúnir í sumarið og vonandi verður sumarið tvöfallt, þið vitið hvað ég á við.
B-liðið spilaði við 2. flokk Selfoss/KFR á laugardeginum. Við lentum undir 0 – 1  og vorum undir í hálfleik og var það mjög ósanngjarnt þar sem við vorum sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Í þeim seinni héldum við áfram að ráða leiknum og Kristján jafnaði eftir góða sendingu frá Viktori, Kristján gerði reyndar mjög vel að snúa í teignum og skjóta.  Elli Sveins skoraði svo drauma skallamark, fékk góða sendingu frá vinstri og þurfti að sækja boltann til baka út í teiginn en náði samt sem áður skalla á markið.  Höddi kláraði svo leikinn með þriðja markinu og góður sigur í höfn.
Við  áttum svo að spila við Hamar úr Hveragerði en þeir forfölluðust á síðustu stundu vegna mannfægðar og því spiluð A og B liðið á móti hvort öðru í dag.  Leikurinn endaði 4 – 1 fyrir A-liðið og var góður endir á flottri ferð.

Nú þurfum við að taka lokaundirbúninginn á fullu. Planið í vikunni er óhefðbundið, smá breyting á tímum:

Mánudagur, Hreyfing Glæsibæ kl. 19:15, mæta með innidót og 700 krónur, nauðsynlegt að allir mæti!!!!!
Miðvikudagur, Stjörnuvöllur kl. 20:30 – 22:00
Fimmtudagur, Kórinn kl. 21:00 – 23:00
Sunnudagur, Álftanes kl. 17:00, útihlaup og þrek.

Takk aftur fyrir helgina,

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 3 maí, 2009.

5 svör to “Eðal ferð lokið”

  1. Já takk fyrir helgina, þessi ferð var mjög skemmtileg og einmitt það sem þarf til að hrista aðeins upp í mannskapnum!

    Elfar

  2. Takk fyrir helgina strákar, þetta var frábær ferð!!!

  3. Takk fyrir frábæra ferð

  4. Brilliant ferð strákar!

  5. takk fyrir frábæra helgi, bara snillingar í þessu liði!!!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: