Góður sigur á 2. flokk Gróttu

Í kvöld var spilað við 2. flokk Gróttu og þennan leik spiluðu þeir sem hafa lítið fengið að spila upp á síðkastið og/eða eru að koma úr meiðslum.
Hópurinn var þannig, fyrst byrjunarliðið: Matt, Sammi, Einar, Bubbi, Addi, Maggi Bö, Kristján, Viktor, Elfar, Jón Brynjar og Oliver. Á bekknum Gissur, Klemmi, Jóel, David og Adam.
Það má segja að við höfum stjórnað leiknum frá byrjun án þess að skapa okkur mörg færi.  Af og til vorum við að taka rangar ákvarðanir í sendingum og sendingar voru oft ónákvæmar. Menn voru þó að berjast og gáfu sig í leikinn á fullu.  Grótta fékk víti um miðjan hálfleikinn eftir að Bubbi klippti Gróttu mann niður þegar hann var að komast í gegn. En Matt Carr, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir okkur, gerði sér lítið fyrir og varði vítið frá Gróttumanninum. Þess má geta að Matt átti flottann leik, greinilega sterkur markmaður þar á ferð. Við komumst yfir á 38 míníutu þegar Oliver slapp í gegn og klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Staðan í hálfleik því 1 – 0 fyrir okkur. Í hálfleik komu allir varamenn inná nema Gissur.
Seinni hálfleikur var betri, menn voru yfirvegaðri á boltanum og sendingar voru betri. Sama baráttan var til staðar og oft á tíðum sást fallegt spil.  Oliver var óheppinn að bæta ekki við marki þegar hann setti boltann í slána hjá Gróttu af 30 metra færi en það var síðan, já hver annar en Maggi Bö sem tryggði okkur sigurinn endanlega þegar hann komst í gegn eftir frábæra sendingu frá Jóni Brynjari og setti boltann yfir markmann Gróttu. Nokkrar breytingar voru gerða í seinni hálfleik og m.a. spilaði Gissur síðustu 30 mínúturnar þannig að allir spiluðu eitthvað í kvöl.  Góður 2 – 0 sigur staðreynd.

Minni alla á að það er æfing á morgun á venjulegum tíma kl. 21 í Kórnum, mætum stundvíslega!!! Ég var ekki sáttur við mætingu annara, þ.e. þeirra sem ekki voru að spila, aðeins fjórir mættu, Svenni, Höddi, Smári, Markús og Ronni. Siggi Bryn fékk frí.  Þjálfi fúll yfir þessu, ekki spurning.

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 22 apríl, 2009.

6 svör to “Góður sigur á 2. flokk Gróttu”

  1. ég lagði upp markið hans magga bö , semsagt med 2 stoðsendingar þegar hann skorar eitt telur þad tvö

  2. Halló…..ég mæti á æfingunna!!!!!

  3. vel gert strákar að vinna leikinn

  4. Sælir strákar ég er Himinlifandi með þessa sigra hjá ykkur því miður get ég ekki verið að mæta hehe 🙂 skrapp í sveitina en eg kem til baka ! og beint aftur í Álftanes klárt mál .. hvernig væri að hjálpa mér smá ég er að halda smá söfnun , safna fyrir ljósabekk í sveitina (Siggi bryn uss) það er alveg hrikalegt að geta ekki tanað sig hér enda eins og Einar eða eða Andri Jan nei vá djók never 😉 svo getum við bara haft bekkinn í íþróttarhúsini einn tími fyrir lyftinga æfingu á sunnudögum þá erum við líka komnir með pottþétta mætingu 🙂 hehe over and out brothers 🙂

    ÁFRAM ÁLFTANES …!!!!!

  5. Böö, var að tala um eitthvað nýtt brúnkukrem Dabbi, kannski hann vilji senda þér eina túbu

  6. Gaman að heyra í þér sveitalubbi, hafðu það gott í fríinu og við sjáumst hressir þegar því líkur. Kannski slærð á þráðinn þegar þú getur.

    Þjálfi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: