Sigur í derby slagnum

Í dag mættum við KFG á Stjörnuvelli í síðasta leik okkar í deildabikanum. Við sigruðum 2 – 3 með mörkum frá Hödda, Tomma og Sigga. Flottu sigur í ekki svo góðum leik.
Við vorum varla komnir út á völlinn þegar KFG var komið yfir. Ekki sú byrjun sem við höfðum vonað. Eftir að KFG  hafði byrjað betur þá komumst við meir og meir inn í leikinn og rétt fyrir hálfleik skoraði Höddi mark eftir að Jökull hafði reynt hjólhest, boltinn barst til Hödda sem stangaði hann í netið með viðkomu í varnarmanni KFG. 1 – 1 í hálfleik og gerðum við tvær breytingar í hléinu. Jökull og Smári komu inn fyrir Viktor og Ella Sv.
Seinni hálfleikur byrjaði svipað þeim fyrri en mörkin létu á sér standa samt. Sama baráttan var fyrir hendi og lítið um fallegan fótbolta. 
Í byrjun seinni hálfleiks kom Jón Brynjar inn fyrir Hödda og þar var svo á 73 mín. sem Gummi kom inn í sínum fyrsta leik fyrir okkur. Breyttum við þá úr 4-3-3  í 3-5-2.  Það virtist ætla að floppa big time því  KFG komst aftur yfir á 76 mín. þegar þeir sluppu í gegn og settu boltann yfir Markús sem kom út á móti.  En með breytingunni ýttum við þeim hærra á völlinn og sjö mínútum síðar jöfnuðum við, Tommi fékk boltann vel fyrir utan teig, skaut á markið, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og netið fór boltinn.    Gummi meiddist svo á 87 mínútu og þurfti að fara aftur útaf og kom Einar inn fyrir hann í vörnina.  Strax á eftir var síðan brotið á Ronna í teignum og dæmt víti sem mér þykir nokkuð skrítinn dómur þar sem um hættuspark var að ræða og því hefði átt að dæma óbeina aukaspyrnu. En við sláum ekki hendinni á móti vítaspyrnu á síðustu mínútunum og Siggi fór ískaldur á punktinn og tryggði okkur sigur.  Þess ber að geta að KFG átti að fá víti nokkru áður þegar Gummi braut á Kristjáni rétt innan vítateigs en dómarinn taldi að það hefði gerst rétt utan teigs.  Elfar kom svo inn á fyrir Hilmar á loka mínútunum í vörnina og náði að taka eitt fallegt innkast að eigin sögn.
Sætur sigur í sennilega eina derby slagnum þetta árið.  Hins vegar var leikurinn einn sá lélegasti hjá okkur í vetur. Við vorum að hlaupa allt of mikið með boltann, sendingar vour ekki góðar, við vorum að lyfta boltanum og oft vorum við allt of langt frá mönnum. En það er styrkleikamerki að vinna líka lélegu leikina og auðvitað förum við sigrihrósandi frá þessum leik.  Flestir voru að leika langt undir getu en ég vill sérstaklega hrósa Svenna fyrir yfirvegun og frábæra stjórn á aðgerðum í öftustu línu.

Í dag fara allir sjálfir út að hlaupa og þeir sem voru ekki að spila fara líka að lyfta. Á morgun er svo æfing 20:15 og á miðvikudag er leikur við 2. flokk Gróttu í æfingatímanum okkar. Þann leik munu þeir spila sem minna hafa fengið að spila, nánar um það síðar.

Til hamingju með sigurinn

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 18 apríl, 2009.

3 svör to “Sigur í derby slagnum”

  1. Flott strákar. Gott að vinna „slöppu“ leikina líka. Til hamingju með sigurinn, sé ykkur fyrr en síðar;)

  2. glæsilegt drengir, kem aftur á mánudag 😉

  3. Eiga einhverjir úr 2.flokknum að mæta í leikinn á móti gróttu ?:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: