Annar 3 – 0 sigurinn í röð

Í dag tókum við á móti Skallagrími í Lengjubikarnum. Fyrir leikinn fengum við nýju búningana okkar og þvílíkir búningar fyrir þvílikt lið. 
Í þessum leik var aldrei spurning um hverjir sigruðu og var leikurinn í dag mjög góður í alla staði. Við stjórnuðum honum alveg frá byrjun til enda. Skallarnir hefðu getað komist yfir í fyrri hálfleik þegar Valdimar reynslubolti Skallanna setti boltann í stöngina. Það var hins vegar Ronnarong Wongmahatai sem kom okkur yfir eftir frábæra stungu frá Hauki Þorsteins. Staðan 1 – 0 í hálfleik.
Ein breyting var gerð í hálfleik, Elli Sveins kom inn fyrir MM.  Í seinni hálfleik duttum við aðeins til baka fyrstu 10 mínúturnar en eftir það var bara eitt lið á vellinum.  Hilmar skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark þegar hann slapp inn fyrir vörnina  og svo bætti Ronni við marki um miðjan hálfleikinn.
Eftirtaldar skiptingar voru gerðar í seinni hálfleik:  Kjartan kom inn fyrir Hödda, Óli Sævars kom inn fyrir Svenna, Elfar kom inn fyrir Hilmar og Einar kom inn fyrir Smára.
Gaman var að sjá í dag að allir voru að leggja sig 110% fram og uppskárum við eins og við sáðum.  Allir áttu fínan dag en þó verð ég að nefna sérstaklega Tómas á miðjunni, frábær leikur hjá honum. Eins átti Siggi skínandi leik og svo er frábært að hafa svona reynslubolta eins og Óla Sævars til að koma á ró og jafvægi á leikinn þegar þess þarf.
Æfing á morgun kl. 20:15 og svo á miðvikudag kl. 19:00. Í páskafríinu sjáið þið svo um ykkur sjálfir eftir nánari fyrirmælum. 

Takk fyrir í dag, frábær dagur því Man.Utd vann líka 🙂

Þjálfi

~ af Magnús Böðvarsson á 5 apríl, 2009.

2 svör to “Annar 3 – 0 sigurinn í röð”

 1. Góður leikur.. Alltaf gaman að vinna:)
  En þessi hópur hjá okkur er að verða roooosalega sterkur! Sem er gott því þá taka menn meira á því á æfingum.
  Tommi var geggjaður í dag, reyndar fannst mér Haukur líka mjög góður á miðjunni.
  Svo er alltaf gaman að hafa yfirvegaða og trausta vörn eins og hún var í dag. Lítið stress í gangi og svoleiðis á það að vera:)
  Gæti trúað því að við séum með besta markvörðinn í þriðju deildinni, hann markús er að gera góða hluti.
  Smári kom mér á óvart í þessum leik, hann var góður.
  Hilmar er þvílíkt öflugur leikmaður sem mun gera geggjaða hluti fyrir okkur og ég er ekki að sjá annað en að hann verði bara betri og betri því meira sem hann spilar fyrir okkur.
  Eins og ég hef oft sagt og segi enn: Við getum haldið hreinu í hverjum einasta leik ef okkur langar til, erum það sterkir varnarlega allir 11 leikmennirnir sem byrja inná.
  Elli kom sterkur inn, hann át gamla manninn hvað eftir annað!
  Óli sævars átti líka góða innkomu, aldrei stress á þeim bænum:)
  Nenni ekki að skrifa meira.

  Þið eruð algjör krútt strákar;)

 2. sammála öllu að ofan, eins var alger snilld að fá Fannar svona sterkan inn.

  snilldar leikur hjá öllum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: