Tap gegn Breiðablik

Í kvöld léku þeir sem ekki léku í deildabikarnum á fimmtudag við 2. flokk Breiðabliks. Í fyrri hálfleik vorum við ekki að vinna eftir því sem fyrir var lagt, vorum ekki að láta boltann ganga og þær sendingar sem komu voru oftast lélegar. Við fengum á okkur 4 mörk, 3 þeirra hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir bæði markmannslega og varnarlega.  Síðari hálfleikur var miklu betri og hefðum við getað sett a.m.k. 2 mörk þegar við komumst einir á móti markmanni en í bæði skiptin klikkaði skotið.  Blikum tókst að setja eitt á síðustu mínútu og endaði því leikurinn 5 – 0.
Þegar 5 mínútur voru eftir gerðist atvik sem á ekki að sjást á knattspyrnuvelli og vonandi mun það ekki gerast aftur og það er alveg ljóst að við viljum ekki að Álftanes sé þekkt fyrir svona framkomu. Vill ég hér biðja dómara leiksins, leikmenn og þjálfara Breiðabliks afsökunar á framferði leikmanns okkar. Leikmaðurinn hefur verið settur í bann og mun ekki æfa né spila meira fyrir félagið.

Æfing á morgun kl. 20:15 á Stjörnuvelli.

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 29 mars, 2009.

4 svör to “Tap gegn Breiðablik”

 1. jæja drengir ekki nógu gott, en hvað var í gangi?? Við verðum nú að passa okkur að vera okkur ekki til skammar…….!!!!!

 2. Ég held að fleirtalan í þessu hjá þér sé alveg óþarfi, það var aðeins einn okkar sem hagaði sér „ósæmilega“.

 3. Já fleirtalan á ekki við en hvernig er talað um Afríku?? ILLA, vegna þess að fáir aðilar haga sér eins og 16 ára unglingar sem og skemma fyrir heildinni!!!
  ÓTRÚLEGT!!!!!!!!!!!
  Ég er búinn að spila fótbolta í mörg ár en aldrei hef ég séð aðra eins framkomu… Þetta er eitt það ósvalasta sem ég hef orðið vitni að!
  Ofbeldi leysir ekkert, ekki neitt, gerir bara illt verra..

  Áfram Álftanes…
  Þið eruð æðislegir strákar;)

 4. mér finnst nú líka vera til skammar að tapa 5-0, en þetta er búið og gert og við lítum til framtíðar…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: