Flottur 0 – 3 sigur á Ægi

Í kvöld mættum við Ægi í leik í Kórnum. Byrjunarliðið var þannig: Markús, MM, Siggi, Haukur Á, Smári, Haukur Þ., Jökull, Tommi, Elli, Hilmar og Oliver.
Við byrjuðum þennan leik vel og vorum sterkari aðilinn strax.  Oliver kom okkur yfir á 12. mínútu eftir góðan undirbúning frá Hilmar sem vann boltann á miðjunni og sendi innfyrir á Oliver. Seinni part fyrri hálfleiks bökkuðum við of mikið og við það hleyptum við þeim inn í leikinn. Þeir náðu samt ekki að skapa sér nein færi að ráði, komust einu sinni einir í gegn en Markús sá við þeim.
Í síðari hálfleik var það sama í gangi, við vorum sterkari og aðeins spurning um hvenær við settum annað mark. Á 55. mínútu kom Ronni inn fyrir Smára. Ronni fór á kantinn en Elli í bakvörðinn.  Við þetta opnaðist hægri kanturinn upp vegna hraða Ronna. Það bar strax árangur því Ronni komst upp að endamörkum, sendi fyrir en á óskiljanlegan hátt tókst Hauki Þorsteins ekki að skora, Ægismenn björguðu á marklínu.
Á 63. mínútu kom síðan gamli gamli inn á fyrir Jökul og kom Óli inn með reynslu og yfirvegun í miðjuspilið.
Það var síðan á 75. mínútu að Ronni fékk boltann í teignum eftir góða sókn, þrumaði boltanum í slánna, Oliver tók frákastið og setti boltann í markið með góðu skoti.
Ronni gulltryggði síðan sigurinn með marki eftir að hann hafði sloppið í gegn eftir góða sendingu frá Hauki Þorsteins.
Þess ber að geta að Ægismenn komust tvisvar eða þrisvar í gegn, einir á móti markmanni en Markús klikkaði ekkert á þessu og afgreiddi þá í öll skiptinn, frábær leikur hjá Markúsi.
Undir lokin komu Kristján Lýðs og Sammi inn fyrir Hilmar og MM.
Ég ætla ekki að draga neinn út úr, allt liðið var að spila vel og þessi leikur sýnir bara hvað við getum gert og við hverju má búast af okkur í sumar.

Æfing á sunnudag út á Álftanesi kl. 17, hlaup og styrkur.

Frábært í kvöld, ég sofna glaður.

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 27 mars, 2009.

8 svör to “Flottur 0 – 3 sigur á Ægi”

  1. til hamingju með góðan sigur

  2. Góður leikur hjá okkar mönnum, en maður leiksins klárlega Oliver með tvö kvikindi, annars voru allir að berjast eins og ljón… vil svo að menn commenti þó það sé ekki nema bara til að láta vita að menn séu á ífi….

  3. þetta var sætur sigur 😀

  4. já illa sætur sigur… allir gerðu sitt.

  5. Flottur leikur strákar. Svo mæta allir og styðja okkur strákana í körfunni kl12 á sunnudaginn í úrslitakeppninni. Það yrði launað með stuðningi í úrslitakeppninni í haust.

  6. Hvar er þessi körfuleikur Svenni?

  7. Hagaskóla

  8. já strákar, við ættum að mæta og styðja félagið okkar!!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: