Tap í fyrsta leik í deildabikar

Fátt að segja um leikinn í gær. Hvíti Riddarinn var mótherjinn og úr varð hörkuleikur. Við komumst yfir þegar Siggi vítakóngur skoraði úr einu slíku eftir að boltinn hafði farið í hönd riddara inn í teig.
Við létum þá síðan jafna hjá okkur eftir flikk flakk og heljastökk innkast, vorum svo hugfangnir af þessum tilburðum að við gleymdum að dekka mann í teignum. Stuttu síðar vorum við aftur sofandi í vörninni og staðan í hálfleik því 1 – 2.
Í síðari hálfleik vorum við betri aðilinn án þess þó að skapa okkur mikið af færum. Oliver náði í sitt annað víti í leiknum og úr því jafnaði Siggi.  Það var svo 10 mín fyrir leikslok að við töpðuðum boltanum skelfilega á miðjunni og fengum breik á okkur sem endaði með sigurmarki  leiksins.
Ekki þurfum við þó að gráta Björn bónda, nú förum við að hugsa um framhaldið og laga það sem miður fór í þessum leik. Næst er það Ægir, næsta laugardag kl. 17:00 á Selfossvelli.
Æfing í kvöld kl. 20:15, allir að fjölmenna.

Þjálfi.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 23 mars, 2009.

6 svör to “Tap í fyrsta leik í deildabikar”

 1. Sælir,
  Ágætis leikur.. en verð þó að segja að ég kom ekki með heilum hug inn í þennann leik. Mig vantaði einbeitningu og svo var ég stressaður á boltanum… eitthvað sem ég þarf að bæta hjá mér.
  Elfar

 2. Regla eitt: Aldrei byrja setningu á að afsaka sig. Það er merki um óöryggi
  Kv. Bö

 3. Regla tvö: fínt að byrja á því að afsaka sig því þá er maður búinn að gleyma því sem hann var að afsaka sig fyrir og við munum bara eftir endanum þar sem hann skrifaði að hann ætlar að bæta sig;)
  Gerist ekki betra;)

 4. úr hvaða reglubók er regla 1? Kjánabókinni?

 5. Ég vill biðja alla sem setja inn komment og eru ekki skráðir inn undir nafni að setja nafnið sitt fyrir neðan kommentið. Ég vill taka það fram að ég skifaði ekki kommentið hér að ofan sem merkt er UMFÁ.

  Áki

 6. hahahahaha regla eitt 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: