Álftanes – Berserkir 4 – 3

Liðið fyrir leikinn á morgun er hér fyrir neðan / The team for the game tomorrow is here below.

Í kvöld heimsóttu Berserkir okkur á Stjörnuvöll. Við mættum með fjölmennan hóp en alls tóku 21 leikmaður þátt í leiknum.  Fyrri hálfleikur byrjaði ágætlega, menn voru að reyna það sem lagt var upp með, að láta boltann ganga manna á milli. Leikurinn var jafn í byrjun og komumst við yfir með marki frá Sigga Bryn, vinstrifótarskot af 20 metrum, sláin inn. Þvílíkt mark.  Berserkir unnu sig inn í leikinn og smátt og smátt urðu þeir stjórnendur leiksins. Áður en hálfleikur var kominn höfðu þeir sett á okkur  3 kvikindi og staðan því í hálfleik 1 – 3.   Eins og ég sagði áðan þá voru menn að reyna að spila boltanum en það sem vantaði upp á var að menn aðstoðuðu hvern annan, töluðu saman og létu vita. Þetta er hlutur sem auðvelt er að laga. Eins eru nokkrir smáhlutir sem við þurfum að laga, það kemur með kaldavatninu.

Við skiptum alveg um lið í hálfleik. Berserkir voru með einn varamann og kom það niður á leik þeirra því margir voru greinilega orðnir þreyttir.  Við tókum yfir stjórn leiksins og það var Ronni sem minnkaði muninn eftir hraða hornspyrnu hans og MM. Tóku stutta hornspyrnu, Ronni fór með boltann inn í teig og setti hann undir markmanninn.  Ronni var ekki hættur, lék á Berserk inn í teig og sá aðili trúði ekki sínum eigin augum yfir hraða Ronna og átti ekki annara kosta völ en að sparka Ronna niður. Viti var það heillin og Siggi Bryn skoraði sitt annað mark örugglega úr vítinu.  Staðan orðin 3 – 3 og aðeins spurning um hvenær fjórða markið kæmi.  Það setti Óli old man með flottu skoti af 25 metrum yfir markmanninn og sigurinn var í höfn.
Berserkir sluppu 2 – 3 í gegnum vörnina hjá okkur og það er hlutur sem við þurfum að laga, annar hafsentinn verður að taka djúpið þegar hinn fer í stöðuna maður á móti manni. Markús kláraði þessi færi sem Berserkir fengu, Markús átti góðan leik í markinu í senni hálfleik.
Flottur sigur og nú er það KFR á morgun kl. 21 í Kórnum, mæting kl. 20. Í þann leik eiga að mæta:

Ari
Bubbi
Einar
Elfar
Elli Sv.
Haukur Á
Haukur Þ.
Jökull
Markús
MM
Oddur
Oliver
Óli
Ronni
Sammi
Siggi Bryn
Smári
Tommi

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 18 mars, 2009.

2 svör to “Álftanes – Berserkir 4 – 3”

  1. já sæll Áki, þú þarft nú eitthvað að fatta metrakerfið upp á nýtt… þetta voru allavega tuttugu og fimm metrarnir 😉

  2. hehe ég bíð bara eftir að Áki fari að gefa leikmönnum einkunnir fyrir leikina, ekkert smá ánægður með umfjöllunina um leikina, en góður sigur og gott að koma svona til baka eftir að hafa lent undir, það sýnir góðan karekter 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: