Þegar hann skorar 2 þá telur það 1 ???

Meistaraflokkur Álftaness mættu í  dag á Leiknisvöll til að mæta hinu fræga liði Afríku United. Þennan leik spiluðu þeir sem minna hafa fengið að spila í leikjum liðsins í vetur. Þegar mætt var á staðinn sagði húsráðandi að spurning yrði hvort leikurinn yrði leikinn þar sem Afríka væri ekki búið að borga fyrir völlinn. Það fór svo að leikurinn fór fram greinilegt er að eitthvað hefur gerst.

Menn náðu lítilli upphitun og kom það berlega í ljós í leik liðsins. Skyndilega fékk Afríka sókn og fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Úr henni skoraði Paul St. Edeh fyrirliði liðsins en einhver beygði sig í veggnum og boltinn fór inn. Við áttum í smá erfiðleikum að átta okkur á hvernig við áttum að spila gegn liði Afríku og náðum ekki að skapa okkur dauðafæri. Áður en við náðum að jafna hafði einum leikmanni Afríku verið vikið af leikvelli fyrir 2 gul spjöld en báðar tæklingarnar plús ein í viðbót hefðu verðskuldað rautt spjald. Þeir fengu að sjálfsögðu að láta mann inná þar sem um æfingaleik var að ræða.

Kristján Lýðsson jafnaði metinn um miðjann fyrri hálfleik þegar hann fylgdi eftir eigin skalla sem hafði verið varinn. Stuttu seinna gerðist athyglisvert atvik. Afríka fékk hornspyrnu og áður en þeir náðu að framkvæma hana hafði umræddur Paul ráðist að Smára og veitt honum einn Gúmorren og fékk að sjálfsögðu rautt spjald fyrir. Eftir þetta fengum við tvö dauðafæri en ónefndur leikmaður liðisins sem stundar nám við viðskiptaháskólann á Bifröst tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að brenna af báðum færunum.

Við gerðum nokkrar breytingar í hálfleik. Siggi Bryn afleysingaþjálfari skipti sjálfum sér inná fyrir fyrirliðann, Robert kom inn fyrir Kristján og Smári fór út fyrir Einar. Fannar skellti sér í framlínuna og var ekki lengi að koma okkur yfir. Stuttu seinna áttum við góða sókn sem endaði með því að Birkir smellti boltanum snyrtilega framhjá markverði Afríku afskaplega vel klárað. Við komumst svo í 4-1 þegar Fannar bætti við öðru marki sínu.

Við hættum ekkert að sækja og skoraði fyrirliðinn Bö sjálfur fimmta markið en hann hafði fært sig niður á miðjuna og skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig. Eitthvað var það ekki nóg og bætti hann við sjötta markinu eftir sendingu frá Birki, virkilega vel klárað og staðn því 6-1. En dómarinn hafði víst lofaði þjálfara Afríku að öll vafaatriði mundu fall þeim í skaut í síðari hálfleik og dæmdi því markið ekki gilt þó um fullkomlega löglegt mark hafi verið um að ræða. Bö vill samt sem áður meina að markið sé gilt. Við enduðum svo á því að klára leikinn á 90.mínútu þegar Sammi skoraði 7.markið eftir góðan undirbúning frá Sigga og sammi setti boltann í autt markið.

Þess má til gamans geta að dómarinn sleppti einnig augljósri vítaspyrnu þegar brotið var á Sigga í seinni hálfleik en þar sem vafaatriðsreglan var í gangi þá ákvað dómarinn að sleppa því til að sleppa við tuð frá andstæðingunum. Rétt úrslit því 7-1.

Markús 90 mín – Sammi ca 55 mín Bubbi 90 mín, Smári 90 mín, Klemenz 90 mín, Einar 45 mín, Kristján ca 55 mín, Siggi 45 mín, Fannar ca 85 mín, Tómas ca 85 mín, Robert 45 mín, Bö ca 70 mín Elfar ca 80 mín Birkir ca 75 mín

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 15 mars, 2009.

3 svör to “Þegar hann skorar 2 þá telur það 1 ???”

  1. Hver skrifaði textann, Bö sjálfur? Góður texti um glæsilegan leik. hefði viljað samt meiri texta um hversu ótrúlega geðveikur ég er sem þjálfari. Þjálfarinn hjá hinum kom á hurðina þegar ég var með pepptalkið og sagði að hann hefði reynt að taka ræðuna upp og spila fyrir sína menn, en sökum takmarkaðrar íslenskukunnáttu, hefðu þeir misskilið „berjast saman“ kaflann, og héldu að ég hefði sagt „Berja Smárann“.

    En að gamni slepptu var þetta fínn leikur, og ég er ánægður með hvað menn voru að láta boltann ganga vel á köflum, spiluðu á næsta lausa mann, og við leystum hvað eftir annað úr erfiðum stöðum. Vel gert.

  2. he he, góður. Komst Smárinn heill frá þessu?
    Töff vika framundan, sjáumst allir hressir á æfingu á morgun.

    Þjálfi

  3. Mér finnst að Smári ætti að fara og fá áverkavottorð og kæra þetta! Ég sá þetta mjög greinilega og skal vera vitni, þetta var hrein og bein líkamsárás….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: