Sigur á Sindra – Álftanes 3 – Sindri 2

Í dag var leikið við Sindra í roki og kulda á Framvelli.  Byrjunarliðið var þannig:

Oddur,Sammi, Siggi, Smári, MM, Fannar, Jökull,  Haukur Þ, Elli Sveins, Ronni og Gassi

Bekkur: Oliver, Maggi Bö, Elvar og Gissur.

Í fyrri hálfleik lékum við gegn vindi og vorum sterkari aðilinn, sköpuðum okkur nokkur færi sem við hefðum átt að nýta,  Sindri reyndi hins vegar skyndisóknir en átti erfitt með það undan vindinum.  Hins vegar komust þeir yfir eftir góða sókn og náðu síðan skoti fyrir utan teig sem Oddur réð ekki við, enda boltinn alveg út við stöng.
Áfram héldum við að stjórna leiknum. Jökull meiddist eftir tæklingu og Oliver kom inná, fór á toppinn en Gassi niður á miðjuna. Oliver jafnaði með sinni fyrstu snertingu eftir gott spil upp hægri kantinn. Staðan í hálfleik 1 – 1
Í seinni hálfleik gekk okkur illa að spila undan vindinum, hættum að spila honum niðri og Sindri komst meira og meir inn í leikinn.  Hins vegar komumst við í 2 – 1 þegar Haukur Þorsteins skoraði sitt fyrsta mark fyrir klúbbinn, gott skot í hægra hornið, sannaði að skot þurfa ekki að vera föst.  Sindri skoraði síðan með skrautlegri sjálfsmörkum sem menn hafa séð, voru að hreinsa frá en boltinn fór í varnarmann þeirra sem stóð á vítateigslínu og í fallegum boga til baka yfir markmanninn. Eftir þetta reyndum við að halda boltanum innan liðsins og gekk oft á tíðum ágætlega. Við skoruðum svo sjálfsmark í lokinn þegar Oddur kom á fullu út í bolta og ætlaði að hreinsa en skaut í Sigga og í netið.
Elvar kom svo á vinstri kantinn fyrir Ronna í hálfleik, Ronni hálf veikur.  Maggi Bö kom inn fyrir Ella Sveins.
Lokastaða því 3 – 2. Ég var mjög sáttu við fyrri hálfleikinn en við þurfum að laga þetta hjá okkur, að geta haldið heilan leik út án þess að fara út í „enska stílinn“.  Hins vegar tökum við fyrri hálfleikinn úr þessum leik og byggjum ofan á það.

Ég vill hrósa öllu liðinu fyrir flottan leik og sérstaklega vill ég nefna vörnina undir styrkri stjórn Sigga.  Sammi og Smári komu inn í hana  og stóðu sig frábærlega ásamt Sigga og MM.

Nú verður leikjapása fram til 18. mars en þá leikum við við Berserki og 19. mars við KFR, sjá æfingaplan.
Ég verð á æfingunni á morgun en síðan fer ég í heimsókn í viku til Watford að fylgjast með æfingum ofl.  Siggi og Maggi Bö verða in charge á meðan ég er í burtu, þ.e. miðvikudag, fimmtudag og sunnudag. Fær report frá þeim þegar ég kem heim.

Sjáumst hressir á morgun kl. 20:15 á Stjörnuvelli og til hamingju með sigur og góðan leik í dag.

Þjálfi.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 8 mars, 2009.

3 svör to “Sigur á Sindra – Álftanes 3 – Sindri 2”

 1. Vel gert hjá ykkur strákar, ég hefði ekki viljað meira en að spila gegn mínu uppeldisfélagi enn einsog menn vita þá er ég að glíma við viðbeinsbrot núna og ég lofa því að koma 100falt til baka, og ákafari heldur en síðustu 2 mánuði.

  Enn en og aftur til hamingju með sigurinn gegn sindra mönnum!

 2. Góður leikur strákar, ég verð glaður núna út næstu viku, og lofa vangefið skemmtilegum æfingum á mið og fimmt. Átta þúsund armbeygjur og svo bara spil fyrir þá sem lifa af.

  Ég er líka illa sáttur við hvað allir voru að berjast allan leikinn, það var aldrei neitt gefið eftir og menn reyndu í alla 50/50 bolta. Allt eins og það á að vera.

  Getur einhver komið með lýsi á æfinguna í vikunni fyrir Adda?
  Ég hélt að hornfirðingar gætu ekki brotnað, því þeir drekka skyrið beint úr beljunni og sofa með bagga í stað sængur?

 3. flottur leikur dúllur. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn;) Höldum þessu áfram og þá er ekkert því til fyrirstöðu að við vinnum alla leikina í sumar…..
  Ég skal koma með lýsi fyrir adda, kannski jökull fái smá.
  Hafiði tekið eftir hvað við erum með myndarlegt lið? Skoðið þetta á næstu æfingu.
  Áfram álftanes!!!!!!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: