Góður leikur gegn Ými

Í dag var spilað gegn Ými í Kórnum.  Leiknir voru þrír hálfleikir á tveimur tímum. Við skiptum því þannig að byrjuðum með byrjunarliðið sem lék gegn Árborg í vikunni og fórum svo að skipta inná um miðjan annan hálfleik og svo þriðja hálfleikinn léku þeir sem minna hafa fengið að spila.
Fyrsti hálfleikurinn var mjög góður hjá okkur og vorum við að skapa okkur nokkuð af færum. Vörnin var þétt og gaman að sjá þessa dagana hve vel hún heldur. Ronni fékk færi fljótlega en Ýmismenn náðu að verjast vel.  Fannar lék á miðjunni og var hann að mata Ronna, sem lék á vinstri kantinum, með frábærum sendingum inn fyrir vörnina. Eftir eina slíka skoraði Ronni og var staðan eftir fyrsta hálfleik 0 – 1 fyrir okkur. 
Fljólega í öðrum helmingi jafnaði Ýmir eftir að okkur hafði mistekist að hreinsa. Stuttu síðar áttum við að fá víti þegar Oliver slapp einn í gegn en ekkert var dæmt. Oliver þurfti hins vegar að yfirgefa völlinn meiddur.  Nokkrum mínútum síðar komst Ronni í gegn og fékk víti. Úr vítinu skoraði Siggi Bryn og þess bera að geta að þetta er í fyrsta skipti sem við skorum úr víti, held að einum 4 hafi verið brennt af í fyrra.  Eitthvað fát var á vörn Ýmis um þetta leiti og áttu þeir ekkert svar við hraða Ronna sem var kominn fram eftir að Oliver fór útaf. Ronni skoraði þriðja markið eftir að hafa sloppið einn í gegn.  Við sköpuðum okkur nokkur færi til viðbótar sem ekki nýttust og sama má segja um Ými en unglingurinn í markinu, Hlynur sem er á yngra ári í þriðja flokki, átti stórleik í markinu og varði vel í bæði skiptin.
Þreyta var komin í miðjuna hjá okkur og skipt var um leikmenn þar.  Í framhaldinu náðu Ýmismenn að setja tvö mörk sem bæði má rekja til varnarmistaka hjá okkur, mistaka sem hæglega hefði verið hægt að koma í veg fyrir.  Staðan eftir 80 mínútur því 3 – 3.
Í þriðja leikhluta skiptum við alveg um lið að markmanni undanskildum. Það byrjaði vel, Kristján skoraði strax og kom okkur í 3 – 4. Það var staðan í 15 mínútur en eftir það opnuðust alla flóðgáttir hjá okkur og Ýmismenn settu 6 mörk.  Það var nokkuð slappt, þeir sem komu inná virkuðu ekki tilbúnir í þetta og menn verja að koma einbeittari og viljugri í þessi verkefni, það er þarna sem menn geta vakið athygli á sér varðandi að komast nær aðalliðinu.

Nokkur nöfn verð ég að taka út varðandi leikinn í dag:
Ronni átti stórleik. Með hraða sínum skapaði hann ursla hvað eftir annað og sjálfstraustið er orðið mikið. Stórleikur hjá honum, skoraði tvö og fiskaði víti.
Hlynur stóð í markinu í forföllum ALLRA markmanna okkar. Þetta leysti hann frábærlega og greinilegt að þarna er mikið efni á ferðinni sem félagið verður að hlúa að.
Siggi Bryn átti flottan leik, var jákvæður og stjórnaði liðinu eins og herforingi.
Fannar er kóngurinn á miðjunni og mataði strákana frammi hvað eftir annað. Nú þarf hann bara að koma sér í betra form og hann er að vinna í því sjálfur upp á Bifröst.
Seinastan vill ég nefna Halla. Fyrsti leikurinn hans í langan tíma og kom hann með hraða og vinnslu á vinstri kantinn. Lagði upp fullt af færum sem við nýttum ekki nógu vel.
Hægt væri að telja fleiri upp hér en annars á byrjunarliðið allt hrós skilið fyrir góðan leik.

Æfing á morgun kl. 20:15 en í næstu viku eru tveir leikir, á fimmtudag og sunnudag.

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 1 mars, 2009.

5 svör to “Góður leikur gegn Ými”

 1. Fínn leikur. Ég verð að segja að ég var heppinn með að hafa Hödda og Jökul með mér á miðjunni því þeir hlupu og hlupu og hlupu og hlupu sem gerði það að verkum að ég náði að spila lengur án þess að klára mig strax:) Líst vel á liðið, sérstaklega erum við sterkir varnarlega. Mér finnst raunhæft að við fáum ekki fleiri en 5 mörk á okkur í allt sumar miðað við hversu sterkir við getum verið varnarlega.
  Eitt enn, það sést hversu mikilvægt það er að tala saman og láta menn vita. Þegar við gerðum það á miðjunni þá gátu ýmismenn ekkert gert og fóru að negla boltanum fram því við lokuðum öllum svæðum með því að tala við hvorn annan- láta vita hvar á að staðsetja sig. Það skiptir ekki máli hversu gamall maður er, það græða allir á því þegar menn eru duglegir að öskra og láta vita. Reynslan segir manni ekki að það sé maður laus fyrir aftan mann en það getur aftur á móti samherjinn gert með því að TALA!!!!
  Ein villa í því sem áki var að segja, við klúðrum alllavega 5 vítum í fyrra..hahahaha, þar af klúðraði ég 2;)
  Love you boys;) Áfram Newcastle

 2. góður Fannar,það er greynilegt að þú hefur lært að skrifa góðar ritgerðir í sveitinni…… 😉

 3. Hvað er málið, erum við þeir einu sem kommenta hérna?

  Strákar, þið skrifið nafnið í Name boxið, emailið í Email boxið, og ýtið svo á submit, það er nú ekki flóknara en það.

 4. smá comment sko, Ronni skoraði þrjiðja markið eftir glæsilega hreynsun hjá Aldursforsetanum í þessum leik hjá Álftanes amk…………..

 5. Þetta er satt hjá Hauki, ég sá þetta, ótrúlegasta hreinsun sem ég hef séð. 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: