Frægur fyrir hvað?

Knattspyrnumenn eru jafn misjafnir og þeir eru margir, sumir þeirra verða þó frægir fyrir annað en knattspyrnugetu sína, jú ég er að tala um hárgreiðslu leikmanna. David Beckham er kannski aðal maðurinn í þessari grein en allir vildu vera með eins hárgreiðslu og David Beckham. Ég ætla hins vegar að fara yfir merkilega ljótar hárgreiðslur hjá leikmönnum sem eru jú á annaðborð frægir og góðir leikmenn eða þá helst frægir fyrir hárgreiðsluna.

Fyrstan til að nefna er hinn Kólumbíski Carlos Valderama, hann var fyrirliði Kólembíu þegar þeir voru uppá sitt besta í kringum 1998, hann fór fyrir liði sínu og enginn efast um knattspyrnulega  hæfileika en hárgreiðsla mannsins var svaðaleg eins og sjá má.

Carlos Valderama

Carlos Valderama

Fyrst að við byrjuðum í Kólembíu er best að halda sig þar en annar skrautlegur knattspyrnumaður er markvörður liðsins á sama tíma og valderama var að spila en það var enginn annar en Rene Higuita. Hann er samt einna frægastur fyrir sporðdrekasparkið sitt en hann varði glæsilega í landsleik gegn Englendingum með þessu merkilega sporðdrekasparki.

img_6

Er þá ekki tilvalið að færa sig aðeins norðar og kíkja til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn höfðu ekki verið frægir fyrir knattspyrnuhæfileika sína en héldu HM 1994 sem er löngum talin ein skemmtilegasta HM keppnin hingað í manna minnum (minni mitt nær ekki lengra en hm 90). Bandaríkjamenn komu gríðarlega á óvart og komuast í 16 liða úrslit. Þar fór fremstur í flokki fyrirliðinn Alexi Lalas hann var frægastur fyrir hárgreiðslu og skeggið sitt eins og sjá má.

Alexi Lalas

Alexi Lalas

 Við höldum til Nígeríu, en þetta sama ár, 1994 var annað lið sem sló í gegn á HM. Það var Nígería og komu mörgum á óvart með skemmtilegum leik og skemmtilegum aðferðum við að fagna mörkum. Leikmenn liðsins voru margir hverjir keyptir í stórlið og einn þeirra var Taribo West. West náði aldrei að sanna sig almennilega í ensku úrvalsdeildinni og fór fljo´tlega til Tyrklands þar sem hann er held ég enn. Klipping hans eitt árið vakti mikla athygli og er ein af ljótustu klippingum hingað til.

Taribo West

Taribo West

 Sá minnst frægasti á þessum lista mínum er líklega Jason Lee. Hver er það mun einhver spurja en hann er einn af gullaldarliði Nottingham Forrest frá 1994 þar sem hann lék meðal annars með Stan the man Collimore, Steve Stone og Stuart Pearce. Lee þessi byrjaði gríðarlega vel fyrir Forrest eftir að Collimore var farinn til Liverpool. Hann skoraði 6 mörk í 7 leikjum og var orðinn vinsæll meðal stuðningsmanna. Breskir sjónvarpsmenn gerðu afspyrnugrín af hárgreiðslu kappanns og stuðningsmenn andstæðinganna sungu He’s gotta a PINE Apple on his head í gríð og erg. Leiðin lá niður á við hjá kappanum eftir góða byrjun og skoraði einungis 2 mörk það sem eftir lifði tímabilsins. Seinni hluta ferilsins hefur hann leikið með einhvejrum 10 neðri deildarliðum og spilar í dag fyrir utandeildarlið Kettering en hann er 38 ára.

Jason Lee

Jason Lee

 

Fleiri sem má nefna er t.d. athyglisverð hárgreiðsla hins braselíska Ronaldo sem er með þeim allra ljótustu í manna minnum. Endilega komið með comment ef þið munið eftir fleirum

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 24 febrúar, 2009.

3 svör to “Frægur fyrir hvað?”

  1. Hvernig er hægt að segja að Alexei lalas sé með ljótt dúú?

    Hann lítur bara út fyrir að spila með ipod í eyrunum, metal á blasti og tilbúinn í að trampa á fésum.

    Ef ég fengi eitthvern tímann skegg, væri ég ansi líkur kallinum.

  2. já ég er samála Siggi minn,þú ert samt meira eins og Rene higuita, Svenni er eins og Lalas og ronni eins og Taribo West, svo segi ég bara áfram Man Utd í kvöld……..

  3. hahahahaha Rene Hiquita

    Mér fannst Höddi samt vera alveg eins og taribo west og Jökull er helvíti líkur Carlos valderama, og svo er Elli Sveins og Jason Lee nottla bara tvíburar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: