Ýmir 3 Álftanes 1

Í morgun fyrir allar aldir vorum við mættir í Kórinn til að keppa við Ými. Leikurinn byrjaði vel, við héldum boltanum og stjórnuðum leiknum fyrsta háfltímann. Þá fengum við á okkur mark fljótlega annað. Við þetta virtist allur vindur úr okkur og stað þess að halda haus og halda áfram að gera það sem fyrir var lagt þá fóru menn út í einhverja óskýranlega vitleysu.  Í hálfleik fórum við yfir stöðuna og komum ferskir til leiks. Elli Sveins setti gott mark strax í byrjun hálfleiksins eftir góða sendingu frá Herði. Ými tókst svo að setja eitt mark í viðbót og urðu það úrslit leiksins, 3 – 1 fyrir Ými.
Öll mörkin hjá Ými voru mörk sem við gáfum þeim á silfurfati. Það er algjörlega óásættanlegt að menn séu að klappa boltanum á hættusvæðinu á okkar helmingi. Þetta er hlutur sem við verðum að laga strax. Einnig verður að koma meiri vandvirkni í sendingum og einbeitningu.
Eins og ég sagði áðan var þetta síðasti leikurinn þar sem allir eru boðaðir og allir eru öruggir með að fá að spila eitthvað. Nú styttist í alvöruna og því ekkert því til fyrirstöðu að fara að koma endanlegri mynd á hópinn. Nú þurfa allir að stíga upp og fara að sýna hvað í þeim býr.

Fram til orrustu,

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 15 febrúar, 2009.

5 svör to “Ýmir 3 Álftanes 1”

  1. þú gleymdir að minnast á það sem við töluðum um eftir leikinn, eftir smá umhugsun um leikinn áttaði ég á mig að við fengum á okkur mark þegar ég var inná

  2. já, þess vegna kom ekkert um þetta 🙂

    Áki

  3. Það eru tvö R- í orrusta…:) Nei bara benda þér á það;) Ertu á leið í stríð?

  4. Já ég á í þvílíku stríði við að ná ákveðnu fólki á æfingu.

  5. núnú gengur það illa? gefðu mér upp nokkur nöfn skal redda því..!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: