Allt getur gerst í fótbolta

Það hefur marg sannað sig að allt getur gerst í fótbolta og oftar en ekki er skemmtilegast þegar lítil lið vinna þau stóru. Hér ætla ég að rifja upp ein merkustu úrslit sem Færeyingar hafa náð í knattspyrnusögunni. Við förum aftur til ársins 1990 en fyrr það ár hafði heimsmeistaramótið í knattspyrnu verið haldið.

Eitt af liðum í þeirri keppni var Austurríki sem taldir frekar stór þjóð í knattspyrnuheiminum á þeim tíma. Færeyjingar voru að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni í knattspyrnu en einu landsleikirnir fyrir þann tíma voru landsleikir við nágrannalöndin eins og ísland og b lið íslands ásamt öðrum b liðum landa. Enginn grasvöllur var til taks í Færeyjum og því þurftu þeir að leika heimaleiki sína í Landskrona í Svíþjóð.

Leikurinn var nánast einstefna frá upphafi til enda, en erfiðlega gekk hjá Austurríkismönnum að koma knettinum framhjá skrautlegum markverði Færeyinga, Jens Martin Knudsen sem spilaði ávallt með húfu þar sem mamma hans bannaði honum að spila án hennar eftir að hann fékk höfuðhögg í einhverjum leik. Færeyingum tókst að halda markinu hreinu í fyrri hálfleik.

Í upphafi þess síðari voru Austurríkismenn hársbreidd frá því að skora en boltinn sleikti stöngina fyrir opnu marki. Færeyingar brunuðu í sókn og sóknarmaður þeirra Torkil Nielsen en hann lék á 3 leikmenn Austurríska liðsins og skoraði. hann varð á svipstundu þjóðhetja. Þetta tap reyndist austuríska liðinu dýrkeypt enda enduðu þeir í 2.sæti riðilsins og komust ekki á EM1992 sem Danir unnu. Myndband af markinu og færi Austurríkismanna má sjá hér

http://www.youtube.com/watch?v=IoTss_6KsZk

~ af Magnús Böðvarsson á 13 febrúar, 2009.

3 svör to “Allt getur gerst í fótbolta”

  1. Þetta er svo mikil snilld… Eitt núll til Færeyjar… eitt núll til Færeyjar!!!

  2. æjæjæjæjæj 1 0 til færeyjar

  3. Meina hver man ekki eftir þessu ha!!! Helmingurinn af liðinu var rétt 2 ára eða svo.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: