Tap gegn Augnabliki

Í gær var leikið við Augnablik í Kórnum.  Liðið sem spilaði fyrri hálfleik var: Markús, Oddur, Einar, Klemmi, Tomasz, Elli Sveins, Smári, Robert, Jökull, Maggi Bö og Kristján.  Fyrri hálfleikurinn var ekki góður. Við vorum of langt frá mönnum, boltinn gekk ekki vel  vegna of margra snertinga. Eins vantaði eitthvað upp á leikskilning ákveðinna manna. Þetta auðvitað kemur til útaf lítilli leikreynslu en samt sem áður var frammistaðan langt undir getu.  Augnabliksmenn skoruðu fjögur mörk í þessum hálfleik, öll mörkin hefði verið hægt að koma auðveldlega í veg fyrir.
Liðið sem spilaði síðari hálfleik var: Davíð, Klemmi, Siggi Brynjólfs, Einar, Smári, Oddur, Elli Sveins, Jökull, Elfar, Hörður og Ronnarong Wongmahadtai.  Í hálfleik var lögð áhersla á að laga það sem mest var að í þeim fyrri, þ.e. að láta boltann ganga, vera nær mönnunum og vanda sendingar.  Þetta gekk upp og var allt annað að sjá þetta í þeim síðari.  Þennan síðari hálfleik unnum við 2 – 1, Höddi og Ronnarong skoruðu mörkin en markið sem við fengum á okkur var eftir slæm mistök á miðsvæðinu þar sem við misstum boltann og fengum þá hratt á okkur.
Í heild þá er hægt að taka ýmsilegt frá þessum leik. Liðið er að verða þéttara hjá okkur boltalaust en talsvert vantar upp á formið enn og munum við vina talsvert í því. Eins var flæði spilsins gott í seinnihálfleik og menn voru að gefa sig í málin í þeim seinni, ekki í þeim f yrri.
Æfing á sunnudag kl. 17 á Álftanesinu, allir að mæta, nú verða engin grið gefin!!!

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 6 febrúar, 2009.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: