Sigur á ÍA

Í dag vannst góður sigur á 2. flokk ÍA.  Við lentum undir strax í byrjun eftir varnarmistök, fórum út úr stöðum og misstum mann innfyrir.
Eftir þetta þéttist leikur okkar og við fórum að gera það sem upp var lagt.  Heiðar jafnaði fyrir okkur á 32. mínútu þegar hann setti boltann snyrtilega fram hjá markmanni ÍA. Staðan því 1 – 1 í hálfleik. Kannski ekki alveg sanngjörn staða þar sem ÍA hafði verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.
Í síðari hálfleik vorum við sterkari aðilinn, létum boltann ganga vel og þéttum okkur vel þegar við vorum ekki með boltann.  Kristján skoraði svo 1 – 2 með skoti yfir markmanninn úr teignum.  Besta færi leiksins fékk hins vegar Fannar þegar hann komst einn í gegn, gleymdi stað, stund og Jökli og lét markmann ÍA setjast á boltann. Honum var umsvifalaust kippt útaf og lesið yfir honum!!!  🙂  Annars eiga allir heiður skilinn fyrir góða baráttu og góðan leik.
Gaman og jákvætt að sjá mannskapinn stíga upp eftir tapið gegn KB. Þessi leikur var miklu betri en hann, allt annað yfirbragð yfir liðinu.
Æfing á morgun kl. 20:15, menn eru hvattir til að skoða æfingaplanið þannig að þið vitið hvað sé framundan. Sjáumst á morgun.

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 1 febrúar, 2009.

6 svör to “Sigur á ÍA”

 1. Snilldar leikur strákar, vissulega skemmtilegra að vinna en tapa. Við þurfum samt aðeins að pæla í því, hvernig maður vinnur svona jafna leiki, þ.e. að halda boltanum betur innan liðsins í stöðunni 1-0 og 2-1. Við fórum soldið á taugum síðustu tuttugu mínúturnar. En samt sem áður alger snilld að vinna þessa skagakjúklinga.

 2. sé að það hefur ekki verið setið fyrir Sigga á leiðinni útúr bænum

 3. alveg rétt það sem siggi er að segja. Æfingaleikir eru tilvaldir til þess að reyna hluti eins og að halda boltanum innan liðsins og vera óhræddir við það. Spila spila spila!!!
  Þetta var nú ekkert dauðafæri sem ég fékk;)

 4. http://www.youtube.com/watch?v=GjtY2HhAe2s eitthvað í líkingu við þessi klúður, mæli sérstaklega með klúðrinu þegar um 1 mín og 46 sek eru búnar af myndbandinu. Ef þetta voru dauðafæri þá var færið hans Fannars dauðafæri

 5. va fannar þú verður að fara að læra að skora

 6. mér finnst nú vanta inn í þetta myndband dauðafærið sem þú fékkst sjálfur vinur á móti stjörnunni!??? ef þú hefðir skotið með hægri þá hefðiru lagt hann í hornið, skaust með vinstri þannig að boltinn fór bara í markmanninn;)
  Maggi minn, muna þetta: Steinn og glerhús!! hvað gerir maður ekki við stein í glerhúsi?????? EINMITT;)
  Áfram álftanes

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: