Tap gegn KB

Í gær var leikur gegn KB.  Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur því við lentum undir strax á 2. mínútu. Sofandaháttur í vörninni varð þess valdur.  Sama var upp á teningnum á 13. mínútu og staðan orðin 0 – 2.  Eftir þetta hresstumst við aðeins  og á 30. mínútu skoraði Jökull með skalla eftir góða fyrirgjöf. Staðan í hálfleik var því 1 – 2.
Seinni hálfleikur var meira í járnum en á 60. mínútu handlék Gissur boltann fyrir utan vítateig og skoruðu KB menn úr aukaspyrnunni. Klaufarlega mistök hjá Gissuri, búið að fara yfir það með honum.  Á 70. mínútu var svo dæmt víti á Adda, kolrangur dómur hjá Tryggva sem dæmdi leikinn annars mjög vel. Þeir skoruðu úr spyrnunni og staðan orðin 1 – 4.  Elfar minnkaði muninn í 2 – 4 á 81. mínútu með skoti úr vítateig eftir frábært spil upp  hægri kantinn og urðu það lokatölur.
Mikið vantaði upp á margt hjá okkur.  Allar aðgerðir voru hægar og menn allt of staðir í skóknarleiknum. Móttaka bolta var oft skelfilega, menn að missa boltann upp við hverja einustu móttöku.  Menn voru að selja sig í tíma og ótíma og ekki að fara eftir einföldum fyrirmælum um að beina mönnum á rétta staði.
Nú er leikur upp á skaga á sunnudag og ljóst að menn þurfa að mæta einbeitari og ákveðnari í þann leik ef ekki á að fara illa.

Þjálfi í þungum þönkum

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 30 janúar, 2009.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: