Leikurinn í gær

Í gær var leikið við Stjörnuna/Álftanes 2.fl.ka.  Nokkuð vantaði í okkar hóp vegna veikinda og ýmissa annara mála. En það kemur alltaf maður í manns stað og þarna gafst þeim sem minna hafa fengið að spila tækifæri á að sína sig.
Leikurinn byrjaði vel hjá okkur, við vorum að láta boltann ganga vel á milli manna en eitthvað vantaði upp á að hugsa út fyrir kassann og nýta breidd vallarins. Við sóttum án afláts í byrjun og hefðum getað sett 2 – 3 mörk. Hins vega komust þeir í eina skyndisókn og úr henn skoraði Addi sjálfsmark, þess má geta að í markinu var Óskar bróðir hans og þetta mark var það fyrsta sem hann fær á sig í leik í meistaraflokki. Því fyndið að bróðir hans hafi verið sá sem skoraði það.
Við jöfnuðum fljótlega þegar Maggi Bö fylgdi á eftir skoti frá Ella Sveins sem markmaður þeirra hélt ekki og Maggi átti ekki í vandræðum með að klára.  Aftur komust þeir yfir eftir skyndisókn, Álftnesingurinn Ottó setti þá boltann framhjá Óskari í markinu.  Enn tókst okkur að jafna og gerði það Kristján með góðu skoti fyrir utan teig.
Þá var komið að þætti Álftnesingsins Arnars Más í liði Stjörnunnr/Álftanes, hann skoraði eftir að hann komst einn í gegn og kom þeim yfir 3 – 2.  Aftur jafnað Kristján með góðu skoti fyrir  utan teig.  Staðan var 3 – 3 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var ekki eins góður hjá okkur. Við gerðum of mikið af sendingarfeilum og vorum að tapa boltanum á hættulegum stöðum.  Arnar Már skoraði tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleik og töpuðum við leiknum 5 – 3. Aftur á móti fengum við nokkur færi sem við vorum ekki að nýta.

Það voru nokkrir ljósir punktar í þessu, m.a. var gaman að sjá Fannar aftur en hann spilaði hálfleik í vörninni. Eins voru nokkrir sem sýndu það að þeir munu gera tilkall til sætis í liðinu í framhaldinu. Framundan eru tveir leikir, við KB á morgun og 2.fl. Akranes á sunnudag.

Munið það sem við ræddum fyrir leikinn í gær, nú er tíminn til að sína að menn séu til í tuskið.

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 28 janúar, 2009.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: