Jafnt í leiknum í gær.

Við spiluðum við KV í gær í Kórnum og eins og oft áður var veðrið alveg ágætt þarna uppfrá.  Við byrjuðum leikinn betur og fyrstu 15 mín. komust KV menn varla yfir miðju.  Ronni fékk tvö færi sem hann ekki nýtti  og á þessum tíma var boltinn að fljóta vel.  KV menn komust inn í leikinn og voru við að gera þeim greiða hvað eftir annað með því að gefa þeim aukaspyrnur á okkar vallarhelmingi. Við það skapaðist oft stórhætta því KV liðið er með eindæmum hávaxið. Þær dældu þessu aukaspyrnum inn í teig hjá okkur og máttum við okkar lítils gegn turnunum.
Við þó forystuna með marki frá Gassa á 23 mínútu, skalli eftir hornspyrnu. KV jafnaði þegar þeir komust einir í gegn og settu boltann yfir Markús í markinu.  Þetta var staðan í hálfleik.
Í síðari hálfleik kom Jón Benjamín okkur yfir og aftur kom markið með skalla eftir horn. Mínútu síðar, eða á 66. mín. jafnaði KV en Gassi kom okkur yfir, 3 – 2, á 75. mín.  Þetta var með skoti fyrir utan teig en Höddi vill þó láta geta síns þáttar í markinu en hann sparkaði í löppina á Gassa, löppinn á Gassa fór í boltann og í markið fór tuðran.
Þegar allt virtist líta út fyrir sigur okkar skoruðu KV á 89. mín. en markið var dæmt af réttilega vegna rangstöðu. Mínútu síðar hrökk boltinn í hendina á Viktori inn í teig og KV fékk víti.  Markús var nálægt því að verja en það tókst ekki og því varð 3 – 3 jafntefli niðurstaðan.

Við getum tekið margt gott frá þessum leik. Boltinn var að ganga vel á köflum en talsvert vantaði upp á stuttaspilið.  Undir lokinn voru menn að hanga of mikið á boltanum og skapaðist stundum hætta þegar við vorum að tapa þeim boltum á hættusvæðum.  Eins vantaði framherjana oft á tíðum hjálp frá miðjunni og hefði ég viljað sjá miðjuna dreifa spilinu meira.  Góður leikur til þess að byggja ofaná.

Æfing á sunnudag kl. 17 á nesinu, hlaup og þrek.

Þjálfi

~ af Magnús Böðvarsson á 16 janúar, 2009.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: