Sigur gegn Hvíta og tap reyndar líka

Við lékum í gær við Hvíta Riddarann úr Mosó. Leiknir foru tveir hálfleikar, 55 mínútur, og vorum við með tvö lið, engin lék báða hálfleika.  Greinilegt var að menn voru komnir í jólagírinn því sennilega er þetta það daprasta sem ég  hef séð til liðsins.
Fyrri hálfleikinn léku Davíð, Viktor, Addi, Annel, Ari, Elli, Óli, Haukur, Gaui, Halli, Gassi og Ronni. Þetta byrjaði vel, Gaui setti hann á 5. mínútu.  Spilamennskan var þó ekki í lagi, menn voru að klappa boltanum allt of mikið sem skilaði sér í hægri sóknaruppbyggingu. Þessi hæga spilamennska skilaði sér svo í því að menn voru hægir í öllum aðgerðum og slitnaði mikið á milli varnar og sóknar. Færslan í varnarleiknum var lengi vel ekki fyrir  hendi og því opnaðist t.d. mikið fyrir vinstri kantinn hjá þeim.  Hvíti jafnaði á 20 mínútu og komust svo yfir á þeirri 35.  Gaui var ekki hættur,  hann jafnaði á 40 mínútu og tryggði svo sigurinn með marki beint úr aukaspyrnu af um 40 metra færi á 48. mínútu. Frábært mark og var þetta í raun ljósi punkturinn í leiknum.  Sigur í fyrri hálfleik 3 – 2
Seinni hálfleikinn spiluðu Gissur, Oddur, Birkir, Klemmi, Sammi, Ottó, Biggi, Kristján, David, Jökull, Smári og Bö. Liðið virkaði óöruggt, menn voru að dekka allt of langt frá mönnunum og þegar þeir voguðu sé nálægt þeim þá var oft um útsölu að ræða. Fram á við var allt of mikið um stungur beint á markið sem enduðu oftast í höndum markmanns þeirra. Lítið var um sendingar í lappir og eins og hjá liðinu í fyrri hálfleik þá slitnaði mikið á milli varnar og sóknar.
Síðari hálfleikur tapaðist 0 – 3 og komu mörkin á 20., 30., og 36. mínútu.

Nú er komið jólafrí og er mönnum bent á að fylgja því prógrami sem fyrir hefur verið lagt og er framsett hér á síðunni undir æfingaplani mánaðarins.  Æfingar hefjast aftur 5. janúar, ef breyting verður á æfingatímum verður látið vita af því.

Meistaraflokksráð og þjálfari óska öllum leikmönnum og fjölskyldum þeirra sem og öllum öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsæls keppnistímabils 2009.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 19 desember, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: