Tap gegn Gróttu

Leikið var gegn Gróttu í gærkvöldi í fínu veðri í Kórnum. 
Leikurinn var í járnum framan af en við byrjuðum leikinn ekki vel.  Við vorum oft á tíðum of langt frá mönnum og fengu þeir að taka á móti bolta og snúa að vild. Eins var blóðþrýstingurinn eitthvað í hærra lagi hjá okkur og er það hlutur sem við þurfum að læra, að halda aftur af hestunum í okkur.
Það var ekki mikið markvert sem gerðist í fyrri hálfleik. Einar Ingi meiddist á þriðju mínútu og þurfti að fara af leikvelli.  Nafni hans Tryggvason fékk síðan rauða spjaldið  um miðjan hálfleikinn fyrir að koma aðeins við sóknarmann Gróttu sem var komin í gegn.  Einar tók sér síðan stöðu sem aðstoðardómari það sem eftir var af leiknum og stóð sig vel.  Grótta komst síðan yfir á 34 mínútu eftir jólaútsölu hjá okkur, fóru fram hjá tveimur varnarmönnum hægra megin í vörninni hjá okkur, sendu fyrir og þar var maður dauða frír í markteignum sem stangaði boltann í netið.  Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þetta.
Í hálfleik ræddum við um að vera nær mönnum og ekki gefa þeim þessi færi á að komast í stöðuna einn á móti einum,  við þyrftum að róa okkur aðeins niður og gefa okkur tíma á boltanum.  Færslan á bolta milli kanta var góð en endaði alltaf  þegar boltinn var kominn yfir og  þá var keyrt inn í pakkann í stað þess að færa boltann til baka ef leiðinn var lokuð. 
Síðari hálfleikur byrjaði miklu betur og jöfnuðum við á 52 mínútu þegar Guðjón skoraði þetta þvílíka markið, smurði boltann af 25 metrum upp í samskeytinn, sláinn inn. Menn voru enn að fagna marki Gaua þegar við gerðum slæm mistök í vörninni, í stað þess að hreinsa þá lak boltinn til sóknarmanns Gróttu sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði.  Þá var komið að Gróttu að fagna og Andri slapp einn í gegn eftir flotta sendingu frá Gassa, sólaði markmanninn og lagði boltann í netið, vel gert hjá báðum.
Eftir þetta var leikurinn í járnum en á 70 mínútu gleymdum við okkur svipað og í fyrsta markinu, dekkuðum allt of langt frá sem varð til þess að Grótta náði að skora. Eitthvað hljóp þetta í skapið á Sigga sem lét dómarann heyra það og fékk að launum rautt.  Í báðum rauðu spjöldunum fengum við að setja anna mann inná.
Eftir það áttum við meira í leiknum, vorum meira með boltann en tókst ekki að jafna og því urðu úrslitin 2 – 3 fyrir Gróttu.
Mörkin sem við fengum á okkur í gær voru öll í ódýrari kantinum en til þess að vinna leiki þarf að gera færri mistök en andstæðingurinn og skora fleiri mörk (spakmæli þetta).  Við gerðum mistök í öllum mörkum þeirra og þeir nýttu þau í botn.  Eins og ég sagði við ykkur eftir leikinn þá erum við farnir að gera ýmsa hluti sem við höfum verið að ræða um og fara í gegnum, t.d. færsla á milli kanta þó svo að í lagi sé að hugsa aftur til baka.  Eftir því sem betri heildarmynd kemst á liðið getum við farið að vinna í hlutum sem voru að há okkur í leiknum t.d. að halda línunni í vörninni og staðan einn á móti einum. 

Í heild er ég sáttur við þessa tvo leiki í vikunni, það er margt gott að taka frá þeim og við vinnum í hinum hlutunum. Nægur tími, því það er desember og bráðum koma jólinn.

Þjálfi í ritham

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 5 desember, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: