Þegar hann skorar þau tvö……

Hluti meistaraflokks og 2. flokkur léku í kvöld við utandeildarliðið RWS á Stjörnuvelli. Segja má að leikurinn hafi verið okkar eign allan tímann, RWS lá til baka og beitti svo skyndisóknum sem sköpuðu fæstar ursla í vörninni hjá okkur. Þó fengu þeir 2 – 3 færi en Gissur og vörnin kláruðu þau mál.
Við lögðum upp með að þétta bilin milli varnar og miðju sem og miðju og sóknar. Þetta gekk erfiðlega hjá okkur og allt of langt bil var oft á tímum milli miðju og sóknar sérstaklega. Oftar en ekki voru sóknarmenn okkar án hjálpar frá miðjunni. 
Ég sagði fyrir leikinn við Markús, sem sat sem fastast á bekknum allan leikinn vegna meiðsla, að við mundum klára þessa karla í síðari hálfleik. Sú varð rauninn. Seinni hálfleikur var algjör einstefna, við lékum undan vindi og vorum nánast með boltann allan hálfleikinn.  Það var svo snillingurinn Maggi Bö sem setti þau tvö og það urðu úrslit leiksins.
Það sem vantaði í okkar leik en áðurnefnd þétting og einnig áttu menn það til að klappa boltanum of mikið í stað þess að láta hann rúlla. Svo skulum við ekki ræða formið sem vantar nokkuð upp á enn hjá okkur. Í annars jöfnu liði vill ég nefna þrjá leikmenn sem mér fannst standa upp úr.  Ronni var sívinnandi á kantinum og frammi. Hann átti flottan leik þangað til hann meiddist og fór útaf.  Oliver sýndi að hann er góður fótboltamaður og átti hægri kantinn. Enn vantar nokkuð upp á formið hjá honum enda nýkominn til okkar.  Síðastur en ekki sístur er það Birkir sem stóð vaktina í vörninni og át upp alla bolta sem þangað komu. Það sem vantaði einna helst var að stjórna færslunni á vörninni fram á við og þétta þannig bilið milli varnar og sóknar.
Annars heilt yfir gott og nú hvet ég menn að mæta vel á æfingar, sérstaklega annan flokkinn sem hefur verið heldur slakur við það upp á síðkastið

Einnig má geta að við lékum einnig við Grindavík í kvöld á íslandsmótinu í futsal. Leikið var í Garðinum og vann Grindavík 11 – 7.

Leikur á morgun kl. 21 við Gróttu, mæting kl. 20 fyrir þá sem eiga að spila og leikið er í Kórnum.

Þjálfi

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 4 desember, 2008.

5 svör to “Þegar hann skorar þau tvö……”

  1. Sammála Ronni, Birkir og Oliver áttu allir klassa leik og hjálpuðu mér allir að klára leikinn. 🙂 Annars ágætis leikur.

  2. laglegt

  3. unnu þið þá 4-0 eða ? skorar 1 þá telur það 2 ? hehe
    Maggi Bö striker (SC)

  4. Leikurinn fór 2-0 (4-0) ef þetta sé betri útskýring. Maggi Bö skoraði sem sagt 2 mörk (4 mörk ef þau telja 2)

  5. góður Maggi bö, þú ert náttúrulega classa framherji…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: