Margt jákvætt þrátt fyrir tap hjá 2.flokk/1.flokk

2.flokkur + nokkrir leikmenn úr meistaraflokki léku í kvöld gegn 2.flokk ÍR og verður að teljast að 4-2 hafi ekki alveg verið sanngjörnustu úrslitin sem hefðu getað orðið. ÍR ingar voru talsvert sterkari í fyrri halfleik en án þess að skapa sér margra færa. Dómari leiksins sem var leikmaður ÍR inga gaf þeim ódýra vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Krúsi í markinu gerði afskaplega vel og varði glæsilega. Hættulegasta færi ÍR inga var hins vegar þegar Bubbi skallaði boltann í eigin slá þegar hann ætlaði að hreinsa útaf. Það voru hinsvegar við sem fengum bestu færin fyrst gaf Maggi góða sendingu innfyrir á Odd sem slapp einn í gegn en skaut yfir einn á móti markverði svo í lok fyrri hálfleiks gaf Bö góða sendingu á Magga sem var aleinn á auðum sjó gegn markverði ÍR en skaut yfir.

Nokkrar breytingar voru gerðar í síðari hálfleik og virtist það í fyrstu hafa góð áhrif því við skoruðum fyrsta mark leiksins. Þar var að verki Daníel Kristvin sem gerði afksaplega vel þegar hann náði boltanum af markverðinum og skoraði í autt markið afskaplega vel gert. ÍR ingar náðu að jafna stuttu seinna með afar ódýru marki en þá mistókst okkur að hreinsa frá trekk í trekk og þeir náðu boltanum að skora. Stuttu seinna náðu þeir að komast yfir með öðru ódýru marki sem vel hefði getað koma í veg fyrir. Þriðja markið kom aftur eftir skelfileg mistök en þá hljóp miðvörður úr stöðunni og sóknarmaður slapp einn í gegn og vippaði yfir Hlyn sem stóð í markinu mest allan seinni hálfleiks.

Okkur tókst að minnka muninn þegar Oddur var á undan markverði ÍR inga og staðan orðin 3-2. ÍR ingar komut svo í 4-2 með góðu skoti en áður hafði Hlynur varið meistaralega gott skot stuttu áður. Við fengum 3-4 mjög góð færi og þá helst Maggi sem var í því að klúðra en ekki tókst til, margt var jákvætt við leikinn en dýrkeypt mistök kostuðu mörkin. Staðan því 4-2.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 21 nóvember, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: