Tap gegn Hömrunum/Vinum

Leikurinn var í nokkru jafnvægi. Spilaðar voru 3 x 30 mínútur og vorum við sterkari í fyrsta helmingi.  Jökull kom okkur yfir á 19 mínútu eftir góða sendingu frá Ronna.  Í öðrum helmingi skoruðu Hamrarnir mark beint úr hornspyrnu undan vindinum, mjög klaufalegt mark hjá okkur. Staðan var því 1 – 1 eftir tvo helminga.  Í þriðja helmingi kom Gassi okkur yfir eftir góða sendingu fram frá Einar Sverri en undir lokinn skoruðu Hamrarnir tvö mörk sem komu eftir varnarmistök hjá okkur.
Það má segja að breiddin hafi kostað okkur þennan leik því í þriðja helmingi voru margir komnir í stöður sem þeir eru ekki vanir að spila, t.d. vorum við með tvo sóknarmenn í vörninni, ekki það að þessi mörk hafi verið þeim að kenna. Úrslitin urðu því 2 – 3 fyrir Hömrunum/Vinum.
Í heildina vorum við sterkari aðilinn í leiknum að mínu mati. Það sem okkur vantaði og er hlutur sem við vinnum í er að gefa okkur tíma til að halda boltanum innan liðsins, senda boltann á næsta mann og bjóða sig svo. Oftar en ekki var verið að reyna erfiðar sendingar þegar auðveldari möguleiki var til staðar. 

Æfing á morgun kl. 21:30 í Kórnum, byrjum á því að setjast niður og ræða aðeins leikinn þá.

Coach.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 5 nóvember, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: