Jafntefli við 2. flokk

Í kvöld lékum við leik við 2. flokk Álftaness. Leikurinn var jafn frá byrjun og segja má að þetta hafi verið týpískur haustleikur. Margir eiga langt í að komast í það form sem þarf í 90 mínútur en það er langt í sumarið og ef menn leggja sig fram við æfingar og hugsa vel um sig er engin hætta á öðru en formið komi.
2. flokkur komst yfir með marki frá Braga Kristinssyni en Elli Sveins jafnaði eftir undirbúning frá Danna. Í fyrri hálfleik lékum við 4-4-2 og þá vantaði nokkuð upp á að miðja og kantar væru að skila sínu varnarhlutverki. Í síðari hálfleik breyttum við í 3-5-2 með sweeper og djúpan miðjumann og virkaði það miklu betur, eins voru menn nær andstæðingnum varnarlega og voru að láta boltann ganga miklu betur.  Gaui Lýðs spilaði síðustu 20 mínúturnar og kom hann okkur í 2 – 1 með marki beint úr aukaspyrnu en Maggi Ársæls jafnaði fyrir 2. flokk eftir góðan undirbúning Magga Bö. og Samma leikmanna meistaraflokks en þeir voru ekki alveg sammála um hver ætti að taka boltann sem varð til þess að Maggi Ársæls náði honum og skoraði yfir Markús í markinu. Ég var í heild ánægður með hópinn sem óx eftir því sem leið á leikinn.
Leikinn spiluðu fyrir mfl. Davíð Smári, David, Einar, Bubbi, Sammi, Klemmi, Elli Sv., Kristján, Halli, Maggi Bö., Jökull, Oddur, Danni, Gaui og Markús.

Svo ég komi aðeins að 2. flokknum þá er þetta það besta sem ég hef séð til þeirra lengi, Birkir, Maggi Ársæls, Ari og Bragi átti allir fínan leik svo einhverjir séu nefndir.  Skora ég hér með á 2. flokks hópinn að halda áfram á sömu braut, leggja rækt við æfingar og hvetja hvorn annan áfram.

Næsta æfing er á mánudag kl. 20 á Stjörnuvelli og síðan er leikur við Hamrana/Vini á miðvikudag kl. 20 á Stjörnuvelli, nánar um það síðar. Nýtt æfingaplan kemur inn á síðuna um helgina.

Coach

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 31 október, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: