Cooper, æfingagjöld og breyting á æfingu

Kalt í kvöld. Það voru 22 sem mættu og eru þeir ekkert annað en hetjur.  Gaui fór lengst, 3330 metra, Addi 3050 en Birkir og Maggi Einar 3000.  Engin var undir 2300.  Nú verður öllum sett markmið fyrir næsta test sem verður í nóvember.  Hinir, sem ekki mættu, halda áfram að safna upp sektum, nokkrir komnir upp í 2750 kr. í skuld.

Allir þurfa að ganga frá við David varðandi æfingagjöldin, best að drífa þetta af. Hægt að skipta þessu á kort ef menn vilja. Hafið samband við David og gangið frá þessu svo það þurfi ekki að vera að röfla um þetta fram eftir vetri. Eftir 1. nóvember mun engin æfa sem ekki er búinn að greiða.

Æfingin á morgun í Kórnum fellur niður en í staðinn verður æfing á laugardag kl. 12:00 í Kórnum. Þetta er bæði mfl. og 2.fl. saman.  Sjáumst hressir þá.

Coach

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 1 október, 2008.

7 svör to “Cooper, æfingagjöld og breyting á æfingu”

 1. Skil ekki eitt, tímabilið er búið, meira að segja úrvaldsdeildarfélög eru í fríi, en þá eru þið að taka cooper þegar það eru 8 mánuðir í mót. Þetta eru ekki þjálfaraaðferðir sem eru til fyrirmyndar.

 2. Kemst ekki á æfingu á laugadaginn, verð að vinna

 3. snilld hérna er nokkuð möguleiki á þvi að fá fleirri svona VÍS miða ?
  Og Áki eg er kominn með annað mail – no_max5@hotmail.com

 4. hérna hvernig væri nú lika að eitthver færi i það að breyta upplýsingum um leikmenn ?
  *hóst*MaggiBö*hóst*

 5. Maggi, ekkert mál, en varstu ekki með miða til að skila inn til mín? Kem með miða á laugardaginn. Þeir sem eru búinir að skila inn miðum eru Daníel, David og Maggi Bö. Þessir eru byrjaðir að safna fyrir æfingaferðinni. Koma svo strákar, þetta er lítil og auðveld vinna fyrir góðan pening.

  Coach

 6. Ég kemst ekki á æfingu á morgun vegna vinnu.
  -Einar S.

 7. Sæll Gunnar

  Rétt er það að tímabilið er búið og það meira að segja fyrir meira en mánuði hjá okkur. Eftir þetta rúmlega mánaðar frí hjá okkur langaði alla að fara af stað aftur enda sýnir mæting á æfingar það, allt að 30 manns á æfingum, mikið um spil fram í nóvember.

  Hvað varðar Cooperinn þá er nauðsynlegt að mér finnst að vita hvar mannskapurinn er staddur í byrjun og svo reglulega yfir tímabilið. Það má alltaf deila um þjálfunaraðferðir en ég get bent þér á fullt af dæmum í fræðunum sem mæla ekki gegn þessu og sum mæla beinlínis með reglulegum testum að þessari tegund. Ég tel að þetta ásamt fleiru eigi eftir að skila okkur í betra formi inn í tímabilið á næsta ári.

  Kveðja

  Ásgrímur þjálfari

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: