Flestir mættu, sektarkerfið komið í gang

Þetta tókst vel í gær, flesta hefur dreymt dósir og flöskur í nótt.  Það fundust lyklar á svæðinu, ef einhver saknar svoleiðis hluta þá getur viðkomandi haft samband við Áka.
Nokkrir þeirra sem voru á fundinum á mánudag mættu ekki í gær. Það er gjörsamlega óviðunandi að verkefni sem þessi skuli oftast þurfa að lenda á höndum sömu manna.  Viðkomandi aðilar eru hér með komnir með gulaspjaldið, ef menn ætla ekki að taka þátt í þessum verkefnum þá taka þeir ekki heldur þátt í æfingum. Hér er ekki verið að tala um þá sem hringdu og afboðuðu heldur hina sem hreinlega létu ekki sjá sig. Þess ber að geta að sektarstjóri og þjálfari samþykktu fyrir gærkvöldið að þeir sem ekki mættu þyrftu að greiða kr. 2000 í sektarsjóð.  Sektarfyrirkomulagið í heild sinni verður birt á næstu dögum en sektarsjóð þarf að gera upp um hver mánaðarmót.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 25 september, 2008.

4 svör to “Flestir mættu, sektarkerfið komið í gang”

 1. Tillaga af sektarkerfi

  Seint á æfingu: 100 kr
  skróp á æfingu: 500 kr
  seint í leik: 500 kr
  skróp í leik: 1000 kr
  Skróp í fjáröflun 1000 kr

  Þetta hvetur menn til að mæta á æfingar og láta vita ef eitthvað kemur uppá.
  Sektir skulu greiðast í lok hvers mánaðar.

 2. Persónulega finnst mér að sektirnar mættu vera hærri en þetta. 100 kall fyrir að mæta of seint á æfingu er ekki neitt neitt. Ekki nógu mikið, a.m.k., til að ég fari að hugsa: „Sjitt, ég ætla ekki að mæta of seint núna“.

  Skróp í leik er líka helvíti gróft brot…

  Það finnst mér, a.m.k.

 3. Held að þú ættir nú ekki að kvarta yfir þessum verðlista, sérstaklega fyrir fátæka námsmenn eins og þig ertu ekki ananrs námsmaður.

 4. Jú, og því er þeim mun meiri ástæða til að mæta á réttum tíma.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: