Lokahóf UMFÁ

Kæru liðsfélagar!

Nú er komið að lokahófi UMFÁ. Mest ‘pro’ klúbbur þriðju deildar verður að standa fyrir sínu þegar kemur að því að skemmta sér. Við munum hafa þetta grand (getum bætt e-i við og haft þetta grande eins og tímabilið hans Andra Jan var í ár). Hófið fer fram í Hátíðarsal Íþróttamiðstöðvar Álftaness. Á dagskrá er almennt skemmtanahald, skemmtiatriði og umræður um kostnað við miðbæjarskipulag.

Að öllu gamni slepptu ætlum við að gamna okkur. Hafa gaman. Takið daginn frá, því þetta verður langt og strangt. Dagskráin er í grófum dráttum svona:

* Mæting klukkan 15:00 stundvíslega. Teknar verða liðsmyndir og er því mikilvægt að sem flestir mæti. Davíð Smári og Halli verða með kennslu í pósum.

*16:00 verður lagt af stað í Smáralind á hjólum. (Aldrei áður hef ég vitað til þess að hópur manna hafi samið eins illa af sér!) Magnús Valur Böðvarsson hefur auðvitað hjólað þessa leið oftar en allir okkar til saman og mun því sjá um umhverfislýsingar auk þess sem hann mun gefa mönnum ,,tempó-ráðleggingar“ – en það er hugtak sem hann hyggst fá einkaleyfi fyrir.

* 16:35 er áætluð lending í Smáralind. Menn eiga að labba í gegn og vera flottir. Creatine í boði Adams fyrir þá sem vilja líta vel út.

* 16:45 er lagt af stað heim. Á heimleiðinni ætlar Addi að sjá um að telja allar lúpínurnar í Gálgahrauni.

* 17:30 er áætluð lending á heimaslóðum. Menn geta þá haldið til síns heima og dressað sig upp, eða notað búningsaðstöðu Álftnesinga. Muna að teygja vel.

*19:00 opnar húsið og verður dagskrá kvöldsins kynnt betur seinna í vikunni.

Nokkur mikilvæg atriði:

 • Verðið er 4500.- krónur á mann. Ég veit að þetta er þokkalega mikill peningur, en ef við ætlum að hafa þetta flott þá kostar það bara peninga. Ef við náum enn betri dílum þá mun mismunurinn fara í að kaupa meira af veigum.
 • Menn eiga ekki að koma með áfengi með sér.
 • Þeir sem eru undir lögaldri eiga að sjálfsögðu ekki að meðhöndla áfengi á þessu hófi. Þetta eru skýrar reglur.
 • Menn verða, gjörsamlega verða, að tilkynna komu sína FYRIR miðvikudag. Við getum ekki planað einhver flottheit og svo staðið uppi með tóman kofa.
 • Frændi hans Ingó verður ekki á staðnum. Ingó er samt algjörlega velkominn og kemur vonandi.
 • Góð hegðun er gulli betri. S.s. hagið ykkur vel.
 • Hugmyndir að skemmtiatriðum skulu berast til skipulagsnefndarinnar (Davíð, Guðjón auk undirritaðs).
 • Dress code í gildi. Illa klæddir menn verða án gríns sendir heim að skipta.

Þetta ætti að súmmera þetta upp. Annars eru það bara komment, eða hafa samband.

Höfum þetta kvöld eftirminnilegt. Áfram Álftanes.

Kv.

Kjarri

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 7 september, 2008.

14 svör to “Lokahóf UMFÁ”

 1. Ég mæti !

 2. Mæti klárlega. Einnig auglýsi ég eftir hjólinu mínu, ef einhver hefur séð það þá látið mig vita. Held að því hafi verið stolið úr hjólageymslunni heima. Ath ekki um djók að ræða til að sleppa við hjólatúrinn.

 3. Hvernig er spáin á laugardaginn ? vont eða gott veður ?

 4. Uhhhm hverjum er ekki sama um veðurspánna, með einn ískaldan í hönd þá skiptir veðrið engu máli

 5. mæti klárlega

 6. ég mæti seint.. um 16:00.. ætla samt að reyna fá að fara fyrr úr vinnu, geri mitt besta 🙂

  hvernig er annars greiðslufyrirkomulagið? eiga menn að leggja inn á reikning eða bara greiða út á laugardaginn?

  p.s mig vantar hjól, einhver sem getur lánað ?

 7. Löggerningur skuldbindur eigi þann mann sem gerði hann ef hann var fenginn til þess með svikum og sá maður sem við löggerningnum tók, beitti sjálfur svikunum eða hann vissi eða mátti vita að gerningurinn var gerður fyrir svik annars manns.
  Hafi sá sem tók við löggerningnum sviksamlega skýrt rangt frá atvikum sem ætla mátti að skiptu máli um löggerninginn, eða hann hefir sviksamlega þagað yfir slíkum atvikum skal líta svo á, sem gerningurinn hafi verið gerður fyrir þau svik, nema það sannist að þessi atriði hafi engin áhrif haft um það að löggerningurinn var gerður. sbr. 30. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Svo ég undanskil mig frá hjólreiðartúrnum með þessum rökum. Ef ósætti kemur upp vegna þessa er hægt að stefna mér fyrir héraðsdóm Reykjavíkur, fyrir 12 september 2008

 8. Verð mættur á slaginu!

 9. Ég kem galvaskur…og auðvitað hjóla ég alveg sama hvernig veðrið verður 😀

 10. Ég kem og hjóla í hvaða veðri sem er!!!

 11. Ég mæti.
  Strákar, það hefur ekki verið sett inn hér en þetta er opið fyrir maka líka.
  Á svæðinu verða boðsgestir, m.a. bæjarstjóri Álftanes ásamt sinni spússu og fleirum.

 12. Ég mæti auðvitað, enn drekk kannski ekki!

 13. ég mæti! þó svo ég hafi ekki gert neitt annað en myndað ljótu fésin (sorry strákar) ykkar í allt sumar og sé með fullan disk af þeim þá sýni ég samt stuðning og mæti!

 14. Höddi minn, sönnunarbyrðin er þín megin, engin rök hafa verið reist um að hér sé um að ræða nokkur svik eða önnur samingsriftandi atvik.
  Þér er því skilt að mæta og standa við þinn hluta samnings, ella mæta refsingu í formi fjársekta og/eða fangelsisvistar.

  Annars þá mæti ég eldhress.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: