Kveðja

Sælir strákar ég vill byrja á þvi að þakka ykkur fyrir ja hvað get eg sagt alveg frábært sumar við vorum mjög nálægt takmarkinu. Við vitum  allir að þetta hefði tekist ef að við hefðum verið með „hausinn“ í lagi í byrjun móts, enda sýndum við undir lok móts hvað í okkur býr og endaði þetta frábærlega að mínu mati . Eins og flestir vita í liðinu þá var  leikurinn á móti þrótti vogum líklega minn síðasti leikur fyrir Álftanes  í einhvern  tíma, ég vill bara þakka ykkur strákunum fyrir frábærar móttökur alveg frá fyrstu æfingu í kórnum í vetur þar sem eg mætti 16 kílóum þyngri en ég er núna 🙂
Ég náði mer fljótlega í form og var orðin sneggri en Magnús Böðvarsson á æfingu 2 🙂 En nóg af gríni, þetta er frábær hópur með einn sterkasta og allra besta móral sem ég hef orðið vitni að, það eru allir félagar í hópnum sem er ekki auðgefið get eg sagt ykkur .
Þetta sumar er allavega buið að vera eitt það skemmtilegasta sem ég man eftir eftir fótboltalegaséð, ég get bara ekki ýmindað mér að það sé lið í 3 deild sem er haldið jafn vel utan um og okkur þökk sé David og Adam ásamt auðvitað fleirra góðu fólki.
Svo erum við búnir að hafa frábæra áhorfendur í allt sumar !
Ég vill þakka trommusveitinni ásamt öðrum Álftnesingum sem komu til að styðja okkur strákana, þið voruð frábær !!!! 🙂 .
Svo vil ég líka þakka þjálfarteyminu Áka og Janusi fyrir allt sem þeir hjálpuðu mér með pérsónulega bæði innan sem utan vallar, ég þó gamall sé tók mikið þroskastökk í sumar. Sést það kanski best í því að ég er spjaldalaus eftir sumarið og hefur það nú ekki gerst oft he he … En ég lofa ykkur því að ef eg reima á mig „evróvisjón“ skóna aftur þá verður það með ykkur 🙂 Þið eruð nú samt sem áður ekki alveg lausir við mig þar sem það eru nú nokkrar æfingar eftir áður en fríið tekur við …..
En allavega strakar ég lít á mig í það minnsta 20 vinum ríkari eftir þetta sumar 🙂

Allavega ekkert væl áfram Álftanes !!!!!!

Með kveðju Davíð smári No.1

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 26 ágúst, 2008.

5 svör to “Kveðja”

 1. Alltaf gaman að hafa litskrúðugan mann í markinu. Vertu velkominn til baka.
  Tryggvi M. Baldvinsson, formaður knattspyrnudeildar Álftaness

 2. Dabbi minn, mig hlakkar til að sjá þig aftur í Álftanes treyjuni no. 1 ! en allavega takk fyrir mjög skemmtilegan tíma ! 😀

 3. Dabbi, það er ekkert ef heldur þegar þú kemur til baka þá ertu meira en velkomin. Frábær karakter og góður vinur. Sjáumst fljótlega.

  Kv.
  Áki

 4. Blessaður félagi, þetta var helvíti gott sumar og það verður ekki af þér skafið að þú ert helvíti hress kuti og ekki erfitt að hafa gaman að þér, auk þess að vera vel liðtækur í markinu 😉

  Vonandi að þú fáir að sprikla sem allra fyrst með okkur aftur. Sjáumst á æfingu og berir að ofan á leiðinni í Smáralindina.

 5. Takk fyrir frábært sumar! Ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra þegar ég segi að við stöndum allir 100% á bakvið þig. Komdu aftur sem fyrst!

  Kv. Twin

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: