Öruggur sigur á KFG

Það virðist sem Álftanesvélin sé loksins komin í gang en við unnum loksins sigur gegn Garðbæingunum í KFG en þeir höfðu tekið af okkur 6 stig í sumar. Núna var allt annað uppá teningnum en 3-0 sigur var staðreynd og hefði getað orðið stærri.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með og gekk okkur talsvert erfiðlega að brjóta vörn Garðbæinga á bak aftur. Þeir voru hinsvegar ekki að ógna okkar marki mikið heldur. Um miðjan fyrri hálfleik fáum við dæmda vítaspyrnu þegar brotið var af Andra. Guðjón Lýðsson fór á punktinn en Leon í marki KFG varði vítið. 3ja vítið sem við fáum í sumar og það þriðja sem fer forgörðum. Öll hafa þau verið varin þar af tvö af Leon.

Þeir komust í sitt besta færi í leiknum þegar sóknarmaður þeirra slapp í gegnum vörn okkar en Davíð Smári varði meistaralega einn á móti einum. Við náðum svo loksins að skora en það gerði Andri á lokamínútunni með góðu marki.

Við byrjuðum síðari hálfleikinn af krafti og náðum að skora gott mark. Andri náði þá boltanum rétt áður en hann fór aftur fyrir endamörkin, hann lagði boltann útí teiginn þar sem Guðbjörn kom á fullri ferð og lagði boltann glæsilega í netið. Við þurftum að bíða svo þangað til á 80.mínútu eftir þriðja markinu en það gerði Andri hans 18. mark í sumar.

Þess má til gamans geta að Andri skaut þrisvar sinnum í stöng í leiknum og Ingó átti skot í slá á lokamínútunum en þetta var hans síðasti leikur fyrir Álftanes en hann skipti yfir í Huginn þar sem hann er að fara flytja. Næsti leikur er svo erfiður útileikur gegn BÍ Bolungarvík á Laugardaginn næsta. Þess má geta þess að þetta var fyrsti leikur Álftaness þar sem við náum að halda hreinu í sumar og fáum ekkert spjald.

Liðið: Davíð Smári- Maggi Maggi, Haukur, Fannar, Addi – Mikel, Birkir, Guðjón, Halli – Guðbjörn, Andri

inná komu svo, Ronnie, Ingó, Elli, Klemmi og Einar

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 4 ágúst, 2008.

Eitt svar to “Öruggur sigur á KFG”

  1. takk fyrir allt saman og gangi þér vel á nýja staðnum Ingó ! :D:D:D

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: