Yfirkeyrðum Þróttara

Álftanes mætti í gær liði Þróttara úr Vogum. Fyrri leikur liðanna endaði með 3-3 jafntefli þar sem Andri Janusson fór mikinn og skoraði þrennu. Þeir sem telja það afrek ættu að bíða þangað til þið lesið meira.

Þetta var fyrsti leikur hjá okkur síðan Áki og Janus tóku við en þeir hafa einbeitt mikið á hugarfarslegar breytingar hjá leikmönnum. Liðið var töluvert breytt en það hafði bara góð áhrif á liðið.

Við byrjuðum leikinn af krafti og komumst strax yfir á 11.mínútu þegar Halli fékk boltann vinstra meginn við vítateiginn og svo sannarlega negldi boltanum í stöngina inn, óverjandi fyrir markvörð Þróttar. Við sóttum stíft og náðum að skapa okkur ágætis færi, Andri brenndi af dauðafæri þegar markvörðuinn varði boltinn barst til Guðjóns sem var einn fyrir opnu marki en náði að brenna af. Við náðum þó að komast í 2-0 fyrir hálfleik með marki frá hinum magnaða Andra Janussyni sem var að undirbúa stórleik. Staðan var 2-0 í hálfleki og stórskota sýngin bara rétt að hefjast.

Við byrjuðum síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðum 5 mörk á fyrstu 25 mínútum síðari hálfleiks. 4 þeirra skoraði Andri Janusson, þar af tvö glæsileg skallamörk eftir hornspyrnu Mikel Herrero Idigoras en mörkin voru keimlík þar sem Andri stóð aleinn á fjærstöng og hann stangaði boltann í autt markið. Í millitíðinni skoruðu Þróttarar mark úr vítaspyrnu sem þeir fengu. Það var svo Guðjón Lýðsson sem skoraði síðasta markið sem því miður er skráð sem sjálfsmark en þá lék Andri varnarmenn Þróttar grátt og sendi botlann inn í markteig þar sem Guðjón og varnarmaður tækluðu boltann saman inn.

Við héldum áfram að keyra á þá og óheppni og góð frammistaða markvarðar Þróttar hindraði enn stærri sigur okkar. Allt annað var að sjá lið okkar í þessum leik en öðrum. Hugarfarið allt annað og allir tilbúnir að leggja sig 100% fram nema Andri sem fékk einhvern auka kraft frá utanaðkomandi öflum.

Liðið: Davíð Smári, – Maggi Maggi, Einar, Haukur, Erlendur – Mikel, Birkir, Guðjón, Halli – Guðbjörn, Andri

inná komu svo  Ronnie, Ingó, Höddi og Klemenz fyrir þá Hauk, Ella, Halla og Guðbjörn.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 26 júlí, 2008.

6 svör to “Yfirkeyrðum Þróttara”

  1. mér langar lika að taka það framm að það voru aðeins 3 leikmenn sem eru ekki uppkomnir álftnesingar í byrjunarliðinu en annars allir hinir 8 sem voru álftnesingar og þetta finnst mér sýna virkilega styrk okkar manna ! takk fyrir leikinn !

  2. Það var Ingó sem átti seinni hornspyrnuna á hausinn á Andra, fyrsta snerting Ingó eftir að hann kom inná.

  3. Flottur leikur Álftnesingar, þá sérstaklega hjá þér Andri minn…Leitt að ég gat ekki horft á leikinn þar sem ég var í Bústað með foreldrum mínum, en nú er banni mínu lokið og ætla ég að koma sterkur til baka !!

    Lifi Álftanes

  4. Þetta var stórglæsilegur leikur og má segja að við séum að byrja núna !við vissum að þetta var í okkur að spila svona við eigum án efa heima í efsta sæti á töfluni við erum með virkilega sterkan hóp frábæran móral og við ætlum að vinna alla leiki sem eftir eru og hana nú ! nú tökum við þetta kfg lið og sýnum þeim að við erum miklu miklu betri pökkum þessum tvíburasystrum samann sem eru þarna frammi … þetta er frábært og ég sé ykkur bara á æfingu eftir 3 tíma lengi lifi Álftanes !!!!!!!!!!!!!!

  5. throttarar spiludu langt undir getu ekki gleyma tvi.
    Langversti leikur theirra i sumar.Komum okkur a jordina.

  6. siggi minn, leikurinn endaði sjö – eitt.. við hljótum að mega hreykja okkur aðeins af því 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: