Leikur á fimmtudag við Hamrana/vini

Meistaraflokkur Álftaness spilar á fimmtudag við Hamrana/Vini á ÍR velli kl. 20:00. Álftanes hefur þegar fengið þrjá nýja leikmenn sem verða löglegir í leiknum við Hamrana en það eru þeir Guðjón Pétur Lýðsson en allir Álftnesingar ættu að þekkja hann, Haukur Ársælsson og Andrés Már Logason. Þá gæti Mikel Herrero Idigoras fengið leikheimild en ekki er öruggt um að svo verði.

Þá hefur Jón Brynjar Jónsson skipt yfir í Stjörnuna og er það skarð fyrir skildi. Við hetjum Álftnesinga til að fjölmenna á ÍR völl og hvetja okkar menn til sigurs.

Við höfum spilað 2x við Hamrana á þessu tímabili, fyrst í bikarnum þar sem þeir fóru með 1-3 sigur af hólmi en þar skoraði Fannar Eðvaldsson okkar mark. Síðar var spilað við þá í deildinni og snérust tölurnar við og unnum við 3-1 sigur þar sem Andri Janusson átti stórleik og skoraði öll þrjú mörkin.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 15 júlí, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: