1 stig, 2 leikir, 3 rauð spjöld

Við höfum ekki riðið feitum hesti í síðustu tveimur leikjum liðsins en náði þó jafntefli gegn Bí Bolungarvík. Við komumst í 2 – 0 með mörkum frá Andra Janussyni og Sveini Guðmundssyni, en sá síðarnefndi fékk svo stuttu seinna að líta rauða spjaldið óverðskuldað. Bí menn nýttu sér það í nyt og náðu að minnka muninn og svo jafna og náðu svo reyndar að skora mark í uppbótartíma en dómarinn dæmdi það af.

Síðari leikurinn var svo gegn Hvíta Riddaranum þar sem andleysi einkenndi leikinn. Þeir komust í 2-0 áður en Jón Brynjar náði að minnka muninn með sinni fyrstu snertingu í leiknum en hann kom inná í fyrri hálfleik fyrir bjössa. Við fengum hins vegar mark á okkur í næstu sókn og staðan var 3-1 í hálfleik. Garðar fékk svo að líta rauða spjaldið í byrjun seinni hálfleiks og vorum við einum færri. Við náðum samt sem áður að minnka munin þegar Andri skoraði en stuttu seinna fékk Anton rautt spjald.

Næsti leikur okkar er gegn Hömrunum / Vinum á fimmtudaginn á ÍR velli. Þrír verða í leikbanni þeir Svenni, Addi og Garðar og er það skarð fyrir skyldi. Hins vegar gætu komið inn nýjir leikmenn þar sem félagaskiptaglugginn er að opna.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 12 júlí, 2008.

Eitt svar to “1 stig, 2 leikir, 3 rauð spjöld”

  1. Mér fannst ég ekki taka það grófa tæklingu og var ekkert búinn að vera eitthvað hættulegur fyrir þetta brot, þetta var aukaspyrna já en að fá ekki tiltal…fannst mér alveg fáránegt. Sorry strákar með þetta spjald!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: