KFG nýtti færin

KFG sigraði Álftanes öðru sinni í sumar þegar þeir unnu 4-1 sigur í miklum rokleik á Álftanesi á laugardag. Leikurinn var jafn að mestu leyti en þeir nýttu sín færi vel. Fyrsta markið kom beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi og nýtti vindinn vel og var óverjandi fyrir Davíð Smára í markinu. Við fengum nokkur góð færi sem ekki nýttust en markvörður KFG varði 3x einn á móti manni. Annað markið var afar klaufalegt, hægri kantmaður þeirra kemst upp kanntinn og alveg upp að marki og rennir boltanum auðveldlega í markið. Við sóttum og sóttum eftir það og fengum á okkur skyndisókn og þriðja markið kom á lokasekundum fyrri hálfleiks.

Í síðari hálfleik skoruðum við mark strax í upphafi. Guðbjörn tók aukaspyrnu og hún fór beint í markið, gott mark hjá Guðbirni. Við fengum svo gullið tækifæri til að minnka muninn þegar við fengum vítaspyrnu. 2.skiptið í sumar sem við faum víti og annað skiptið sem við brennum af í þetta sinn var það Guðbjörn lét verja frá sér. Þeir náðu svo að bæta við fjórða markinu undir loks leiks og þar við sat 4-1 tap staðreynd. Núna verðum við að fara girða okkur í brók ef ekki á að enda illa.

Davði Smári – Garðar, Birkir, Einar, Elfar – Bjössi (Höddi 50), Fannar, Guðbjörn, Maggi Magg (Ingó 48) – Kjartan  Andri

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 30 júní, 2008.

2 svör to “KFG nýtti færin”

  1. kl hvad er æfing i dag ?

  2. hún er kl 7.. hlakka til að sjá þig litli pungur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: