Ósanngjarnt jafntefli í Kartöflugarðinum í Vogum

Ef einhverjum fannst sigur Tyrkja á Króötum ósanngjarn í gær þá hefðu þeim blöskrað hefðu þeir séð Leikfélagið í  Vogum náði stigi gegn sprækum Álftnesingum.

Við byrjuðum leikinn af krafti og sóttum en snemma í leiknum fóru flautuconsertar dómarans farnir að gefa mynd af því sem koma skyldi. Brot hægri vinstri þar sem dómarinn sleppti að dæma, leikmenn Þróttar máttu negla boltanum út fyrir endamörkin á eigin marki en samt fá markspyrnu. Við reyndum að láta boltan ganga en það var erfitt á þessum kartöflugarði sem þeir kalla völl. Það hefði mátt halda að grasið hafi verði sent beint frá Sahara eyðimörkinni en svo þurr var völlurinn.

Við náðum samt sem áður að komast yfir þegar markvörður þeirra reyndu að sparka boltanum í burtu en vildi ekki betur til en hitti beint í Andra, sem náði að halda boltanum inná og koma honum glæsilega í netið framhjá markverði Þróttar. Miðað við dómgæslu dagsins var merkilegt að ekki skuli hafa verið dæmd rangstaða eða eitthvað annað fáranlegt í þessu tilfelli.

Þróttarar náðu að jafna ekki löngu síðar þegar frv leikmaður Álftaness  Gunnar Bjarnason lék sig falla í vítateignum með slíkum tilþrifum að annað eins hefur ekki sést síðan Shaquille O’Neill lék í Kazaam. Dómarinn lék blekkja sig í enn eitt skiptið og dæmdi víti sem þeir skoruðu örugglega úr. Fannar sem fékk ekki eina aukaspyrnu hjá dómaranum í leiknum var meðal annars sleginn í andlitið fékk að líta gula spjaldið fyrir kjaftbrúk en alls fengum við 5 gul spjöld og eitt rautt í leiknum.

Síðari hálfleikurinn var ennþá skrautlegri. Við komumst snemma yfir þegar Garðar sendi góða sendingu inní teiginn sem Andri tók niður og afgreiddi snyrtilega í netið. Þá áttum svo dauðafæri eftir hornspyrnu en enginn náði að fylgja góðri hornspyrnu, Fannar sem hélt í stöngina náði ekki að pota í hann og boltinn fór framhjá. Skrípaleikur Leikfélagsins Þróttar frá Vogum hélt áfram þegar einn þeirra gefur Inga markverði olnbogaskot og varnarmenn okkar brugðust ókvæða við, einn þeirra hleypur að Svenna sem var kominn með gult spjald og hendir sér niður þrátt fyrir að Svenni hafi ekkert gert, og hann uppsker sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fáranlegur dómur hjá dómaranum.

Einum færri náðum við að skora. Andri prjónaði sig í gegnum vörn Vogamanna og skoraði að harðfylgi og kom okkur í 3-1. Hans þriðja mark í leiknum og önnur þrennan í röð. Dómarinn hélt áfram að gera það sem í hans valdi stóð að hjálpa heimamönnum og gaf þeim aukaspyrnu hægri vinstri. Úr einni frírri aukaspyrnu náðu þeir að skora. Aukaspyrnan var á vinstri kanntinum og var misheppnuð svo misheppnuð að hún fór beint upp í samskeytin, algjörlega óverjandi.

Jöfnunarmark heimamanna kom svo nokkrum mínútum síðar þegar þeir fengu aðra gefins aukaspyrnu á miðju vallarins, þeir negla boltanum fram og leikmaður þeirra náði að skalla boltann yfir Inga í markinu, frekar klaufalegt mark en hefði átt að koma í veg fyrir. 3-3 því lokastaða leiksins en dómari leiksins fær lágmarkseinkunn fyrir sitt framlag.

Liðið: Ingi – Garðar, Svenni, Anton, Elfar (Halli 80) – Maggi M, Birkir, Fannar, Jón Brynjar – Guðbjörn, Andri

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 21 júní, 2008.

5 svör to “Ósanngjarnt jafntefli í Kartöflugarðinum í Vogum”

  1. Rétt er, dómarinn var lélegur, en mér fannst hann nú lélegur á báða bóga.

    Svo fannst mér sigur Tyrkja á Króata ALDREI ósanngjarn.

  2. hehehe.. allt í góðu svenni… megum ekki gleyma því að við fengum eitt stig á útivelli sem er allt í lagi..
    En það er ekki eins og þú hafir verið að eyðileggja úrslitaleik meistaradeildarinnar fyrir okkur svenni..hehehe ekkert svo erfiðir tímar;)

  3. Áfram Svenni 1 stig er betra en ekki neitt ! 😀 hehe

  4. þetta er einn lélegasti póstur sem ég hef lesið, en gott að geta kennt öllu öðru um en sjálfum sér. Held bara að þið hafið verið sjálfum ykkur verstir með stanslausu tuði og kjaftbrúki við dómarann (sem hafði reyndar alls ekkert vald á leiknum) En til hamingju með eina stigið sem þið fáið á móti Þrótti í sumar 🙂

  5. ég skrifaði ekki fyrsta kommentið hérna en þetta var ekki rautt spjald hann lét sig detta með tilþrifum en ég bauð honum uppá þetta, það var mjög heimskulegt af mér

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: