Janusson kláraði Hamrana

Álftanes galopnaði b riðil þriðju deildar um helgina með frábærum sigri á Hömrunum/Vinum. Rétt um tvær vikur eru síðan Álftnesingar töpuðu fyrir þessu sama liði 3-1 í Visa Bikarnum.

Álftnesingar mættu mjög ákveðnir til leiks og voru strax búnir að koma sér í færi, Kjartan brenndi af góðu færi sem makrvörður Hamrana sá við og svo áttum við nokkur ágætis færi sem ekki nýttust. Um miðjan fyrri hálfleikinn komumst við svo yfir þegar Andri fékk boltan á miðjum vellinum hægra megin, hann lék á einn leikmann og hljóp svo alveg upp að vítateig og skoraði glæsilegt mark. Við vorum áfram sterkari og sóknir Hamrana voru bitlausar. Samt sem áður náðum við ekki að skora fleii mörk í fyrri hálfleik og staðan því 1-0.

Við bökkuðum dáltið í síðari hálfleik og sóttu þeir aðeins meira án þess að skapa sér færi. Um miðjan síðari  hálfleik náðu þeir að jafna með eina færi þeirra í leiknum en langskot leikmanna þeirra var fast og rataði beint í markið. Við vorum hinsvegar ekki lengi að koma okkur yfir aftur þegar Kjartan lyfti boltanum yfir varnarmenn Hamrana, Andri náði einhvern vegin að ná boltanum og skoraði glæsilegt mark. Hann fullkomanði svo þrennuna þegar hann lék á nokkra varnarmenn Hamranna eftir sendingu frá Fannari. 3-1 sannfærandi sigur staðreynd og komumst við því í 6 stig.

Stuðningsmenn Álftaness með miklum trommusólóum fór á kostum og átti stórann þátt í góðum leik okkar. Við hvetjum þá að mæta á alla leiki sem þeir geta.

Liðið: Ingi – Garðar, Svenni (Einar 88) Addi, Maggi Magg (Halli 88) –  Gassi, Fannar, Birkir, Johnny – Andri, Kjartan

~ af Magnús Böðvarsson á 16 júní, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: