Fyrsti sigurinn í höfn

Fyrsti sigur ársins í deildarkeppninni kom á föstudaginn þegar góður 4-2 sigur vannst á Mosfelingunum í Hvíta Riddaranum.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og gekk okkur erfiðlega að skapa færi, leikmenn Riddarans hélt sig aftar á vellinum og beittu hröðum sóknum á eldfljótan sóknarmann þeirra. Við áttum þó nokkur ágætis tækifæri en skotin fóru oftar en ekki beint á markvörð þeirra. Leikmenn Hvíta Riddarans komust svo yfir með góðu marki þegar sóknarmaður þeirra stakk varnarmenn okkar af og lyfti boltann snyrtilega yfir Markús sem stóð í markinu. Staðan í hálfleik var 0-1 fyrir Hvíta og því á brattan að sækja fyrir okkar menn.

Það kom allt annað Álftanes lið inná völlinn í síðari hálfleik. Við náðum mjög fljótlega að jafna en það mark gerði markamaskínan Andri Janusson þegar hann fékk boltan á miðjum vallarhelmingi Hvíta, hann lék aðeins áfram á tvo varnarmenn og skaut þéttingsföstu skoti frá vítateigslínu í bláhornið, sannarlega gott mark.

Markið virkaði sem vítamínssprauta á okkar lið og náðum við að komast yfir nokkrum mínútum síðar. Kjartan fékk boltann hægra megin á valllarhelmingi Hvíta, hann snéri á einn varnarmann Hvíta og sendi boltann upp kanntinn á Guðbjörn sem sendi boltann fyrir markið á Fannar sem smellti boltanum alveg upp í samskeytin óverjandi fyrir markvörð Hvíta Riddarans. Glæsilegt mark.

Þriðja markið lét heldur ekki bíða lengi eftir sig en það var einnig glæsilegt. Boltinn kom upp hægri kanntinn á mannvitsbrekkuna Guðbjörn Sæmundsson sem sendi frábæra sendingu inní teiginn á Kjartan, frv. íslandsmeistara í rímnab ATLI, Kjartansson sem stangaði boltann inn, óverjandi fyrir markvörðinn. Fjörða markið kom svo 10 mínútum fyrir leikslok. Kjartan tók þá aukaspyrnu frá hægri, hann sendi lágan bolta inní teiginn þar sem Addi var staddur hann tók sér góðan tíma áður en hann mokaði boltanum yfir marklínuna 4-1 fyrir okkur. Þeir náðu að minnka muninn á lokamínútunni og 4-2 sigur okkar manna.

Liðið: Markús Vilhjálmsson – Garðar Marvin Hafsteinsson (Erlendur Sveinsson 84), Anton Sigurjónsson, Sveinn Guðmundsson, Magnús Einar Magnússon (Hallgrímur Daníelsson 83) – Guðbjörn Alexander Sæmundsson, Birkir Freyr Hilmarsson (Jökull Hauksson 89) Fannar Eðvaldsson( Björn Ingi Árnason 80)  Jón Brynjar Jónsson – Kjartan Atli Kjartansson, Andri Janusson

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 9 júní, 2008.

2 svör to “Fyrsti sigurinn í höfn”

  1. Góður sigur strákar og ég held við séum loksins mættir leiks og bunir að hrista þetta stress og vitleisu af okkur … Ég get ekki beðið eftir að byrja aftur Sé ykkur samt sem áður á æfingu á eftir þar sem æeg mun vinna magga bö í sprettum aftur þó svo að ég sé á einni löpp viva maggi .. ÞAÐ ER AÐEINS EINN MAGGI BÖ HANN SKORAR EITT ÞÁ TELUR ÞAÐ TVÖ VIVA MAGGI BÖ…………

  2. Hvað er mannvitsbrekka?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: