Stigalausir í vestri

Lukkudísirnar voru ekki á okkar bandi þegar meistaraflokkurinn skrapp til Ísafjarðar að keppa við heimamenn í BÍ/Bolungarvík. BÍ mönnum hefur verið spáð auðveldum sigri í þessum riðli en þeir þurftu að hafa sig allan við til að landa stigunum gegn okkur og uppskáru 2-1 sigur og getað fyrst og fremst þakkað markverði sínum fyrir stigin 3.

Fyrri hálfleikurinn var jafn og gaf lítið af færum af sér, Andri fékk ágætis færi sem markvörður Bí Bol  varði mjög vel en hann hafði fengið færi eftir gott samspil við Birki. Bí Bol fengu svo besta færi fyrri hálfleiks þegar leikmaður þeirra slapp í gegn, lék framhjá Markúsi sem stóð í markinu, en hann renndi boltanum í hliðarnetið fyrir framan autt mark.

Bí menn fengu svo vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik og skoruðu örugglega úr henni en við náðum að jafna áður en flautað var til hálfleiks, þar var að verki Guðbjörn Klingenberg Sæmundsson sem stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu Ingó.

Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri fjörugur en lítið um færi, Bí Bol skoraði úr skyndisókn þegar þeir unnu boltann á miðjum vallarhelmingi sínum, sendu boltann innfyrir og sóknarmaður þeirra gerði engin mistök og lagði boltann örugglega framhjá Markúsi. Þeir vildu svo fá vítaspyrnu þegar sóknarmaður þeirra slapp í gegn sparkaði í hausinn á Markúsi en ekkert var dæmt, Markús þurfti svo seinna að fara útaf og Klemenz fór í markið. 4. markvörðuinn sem við notum í 3 leikjum.

Við vorum hársbreidd frá því aðjafna þegar Guðbjörn komst upp hægri kanntinn og sendi boltann út á Fannar sem negldi boltanum alveg út við stöng en á einhvern óskiljanlegan hátt varði hann í horn. Á lokamínútunni fengum við svo vítaspyrnu þegar Fannar var felldur inní teig. Einhver óvissa var um hver ætti að taka vítaspyrnuna og tók Fannar af skarið og tók hana sjálfur en markvörðurinn varði fasta spyrnu hans og 2-1 því lokatölur leiksins.

Þetta var samt sem áður lang besti leikur okkar manna hingað til.

Markús Vilhjálmsson (Klemenz Kristjánsson 80)  – Garðar Marvin Hafsteinsson, Sveinn Guðmundsson, Anton Sigurjónsson, Ingólfur Finnbogason (Magnús E. Magnússon 55) – Guðbjörn A. Sæmundsson, Birkir F. Hilmarsson (Björn Ingi Árnason 83) Fannar Eðvaldsson, Kjartan Kjartansson, Jón Brynjar Jónsson – Andri Janusson

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 3 júní, 2008.

7 svör to “Stigalausir í vestri”

  1. Skemmtilegar þessar staðreyndavillur alltaf hreint.

  2. Hey Gaurinn sem skoraði fyrra markið eða markið úr vítaspyrnuni er ekki skráður í bí

  3. Það er búið að tékka á markaskoraranum og hann er tvískráður í kerfi KSÍ. Annars vegar í BÍ og hinsvegar í „Frakkland“. Það er því engin ástæða til þess að kæra leikinn segir KSÍ.

  4. núnú.. verður þá ekki að kæra leikinn og fá 0-3 sigur skráðann:)

  5. jú hann er skráður í BÍ þann 7.5.2008… Frá Serbíu til Bí.

  6. Er hann ekki bara skráður í Bolungarvík?

  7. Hvaða litir eru þetta við hvert komment? Þetta er eins og gott sýrutripp, eða venjulegur þriðjudagur eins og Svenni kallar það.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: