Úr leik í bikarnum

Álftanes mætti liði Hamranna/Vina í fyrstu umferð Visa bikar karla í gærkvöldi. Eins og í síðustu leikjum urðum við að gefa anstæðingum okkar forystu á fyrstu mínútu leiksins. Svo endaði með að Hamrarnir/Vinir unnur sanngjarnan 3-1 sigur og eru því komnir verðskuldað í næstu umferð.

Leikurinn var rétt tveggja mínútna gamall þegar fyrsta mark leiksins kom. Ingi tekur markspyrnu, svo vill til að hann hittir boltann illa og boltinn fer rétt útfyrir vítateig og við náum að hreinsa í innkast. Sóknarmaður þeirra hendir langt inní teig, beint á kollinn á Einari sem skallar boltann uppí loftið og alveg í bláhornið á markinu afskaplega klaufalegt mark en heppnin var ekki með okkur þarna.

Við vöknuðum aðeins til lífsins og náðum að koma okkur inní leikinn og vorum ekki langt frá því að koma okkur í færi.  Þá vorum við nálægt því að jafna þegar Ingó tók skot af 35 metra færi og boltinn small í samskeytunum. Vörn Hamranna og markvörður liðsins voru hins vegar mjög örugg og stoppuðu okkar sóknir á þeim. Um miðjann fyrri hálfleik komust Hamrarnir svo í 2-0 en það mark verður svo sannarlega skrifað á aðstoðadómarann sem var ekki rétt staðsettur. Hamrarnir sendu langa sendingu fram á Halldór Svavar Sigurðsson sóknarmann Hamranna, sem var kolrangstæður, hann nýtti sér það og skallaði yfir Inga í markinu og staðan orðinn 2-0 og erfitt fyrir okkar menn.

Kjartan fékk svo gullið tækifæri til að minnka muninn rétt fyrir hálfleik þegar hann slapp einn gegn markverði Hamranna, sem gerði sér lítið fyrir og varði frábærlega skot Kjartans, sem hefði klárlega átt að gera betur. Þess í stað komust Hamrarnir í 3-0 þegar þeir fengu aukaspyrnu á vinstri kannti, sendu boltann fyrir þar sem einn þeirra stangaði boltann í netið. Staðan í hálfleik var því 3-0. Við urðum fyrir miklu áfalli í hálfleik þegar Davíð Smári Helenarsson meiddist í upphitun og þurfti að fara uppá slysó og óvíst með frekari þátttöku hans í sumar.

Dragi gerði tvær breytingar í hálfleik Jón Brynjar og Sissi komu inná fyrir Halla og Bjössa. Við fengum gott tækifæri á að minnka muninn þegar Andri var við það að sleppa í gegn, varnarmaður Hamranna braut á honum og fékk fyrir vikið rauða spjaldið, ekkert varð úr aukaspyrnunni. Við reyndum að sækja en komumst lítið gegn þéttri vörn Hamranna. Það var svo 5 mínútum fyrir leikslok að loksins náðum að skora en þá skallaði Fannar boltann í netið eftir hornspyrnu. Við vorum svo nálægt því að skora aftur en þá fékk Kjartan boltann innfyrir renndi á Fannar sem skoraði en aðstoðardómarinn flaggaði rangstæðu sem var sannarlega rangur dómur en 3-1 niðurstaðan í annars slökum leik hjá okkar mönnum og þurfum við girða brókina töluvert hærra.

Ingi S. Ingason – Birkir F. Hilmarsson, Einar Tryggvason, Sveinn Guðmundsson, Hallgrímur Daníelsson (Sigurbjörn Magnússon 46) – Ingólfur Finnbogason – Björn Ingi Árnason (Jón Brynjar Jónsson 46) Guðbjörn Sæmundsson, Kjartan Kjartansson, Haraldur Arnarsson (Fannar Eðvaldsson 60) – Andri Janusson

Gul spjöld, Birkir F. Hilmarsson, Hallgrímur Daníelsson, Kjartan Kjartansson

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 28 maí, 2008.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: