Álftanesi spáð 2.sæti

Fótbolti.net fékk alla þjálfara og fyrirliða liða í okkar riðli til að spá fyrir um lokaniðurstöðu í riðlinum. Ekki mátti kjósa sitt eigið lið. Þegar niðurstöðurnar voru birtar kom í ljós að okkur var spáð öðru sæti í riðlinum, það ætti að vera mjög raunhæft.

BÍ Bolungarvík var spáð efsta sætinu en þeir hafa feikisterkt lið, erfiðan heimavöll að sækja. Þeir hafa fengið tvo erlenda leikmenn fyrir tímabilið og þá hafa þeir einnig fengið sinn mesta markaskorara aftur, Pétur Geir Svavarsson frá Fjarðarbyggð að láni.

Okkur er spáð öðru sætinu enda gengið vel í deildarbikarnum og með sterkt lið.

Hamrarnir/ Vinir  var spáð þriðja sætinu en þeir hafa á að skipa góðum strákum sem koma frá Akureyri, erfitt verður að segja til um gengi þeirra því óvitað er hvaða leikmenn geta mætt hverju sinni í hvaða leiki

Þróttur Vogum  sem við spiluðum við um daginn er spáð 4.sætinu en liðið er ágætlega mannað en var frekar veikt varnarlega þegar við lékum við þá, spurning hvað gerist í sumar

KFG er spáð 5 og næst neðsta sætinu en þeir eru greinlega með hið fínasta lið eftir sigur gegn okkur í fyrsta leik. Liðið spilar ágætis bolta og með tvær pílur í fremstu víglínu getur liðið líklega skorað mikið af mörkum sérstaklega gegn liðum með hæga vörn.

Hvíti Riddarinn, liðinu er spáð neðsta sætinu í ár en liðið er að mestu skipað leikmönnum á aldrinum 17-22 ára. Lítið hægt að segja til um liðið en ljóst er að þeir eru lið sem má ekki vanmeta.

Auglýsingar

~ af Magnús Böðvarsson á 22 maí, 2008.

Eitt svar to “Álftanesi spáð 2.sæti”

  1. Miðað við spánna er þetta mjög furðuleg 1.umferð.
    Liðinu sem er spáð efsta sæti vinnur liðið sem er spáð neðsta með 2.mörkum.
    Liðinu sem er spáð 2 tapar fyrir liðinu sem er spáð 5.sætinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: