Vanmat + varnarmistök + dómaraskandall = Tap

Það var klárt mál í gærkvöldi hvert leikmenn Álftanes voru mættir í gær. Garðbæingarnir voru mættir til að selja sig dýrt enda þeirra fyrsti leikur og með það fyrir augum að mæta sterku liði okkar. Okkar menn voru greinilega mættir með það í huga að vinna sem stærst og þurfa lítið sem ekkert að hafa fyrir hlutunum. Það skilaði sér stax á 2.mínútu þegar sending innfyrir vörn okkar rataði beint á sóknarmann KFG sem lagði boltann einfaldlega í markið.

Við vöknuðum svolítið eftir þetta og vorum hársbreidd frá því að jafna þegar Anton skallaði boltann í þverslánna eftir hornspyrnu Guðbjörns. Andri Janusson fékk svo upplagt tækifæri til að jafna þegar hann komst einn í gegn en skot hans var naumlega framhjá. Við gáfumst þó ekki upp og náðum að uppskera jöfnunarmark en þá tók Halli á mikla rás, tók boltann af Andra og hljóp framhjá þremur varnarmönnum KFG og skaut með hægri fæti í netið framhjá markverði KFG. Sannarlega undarleg sjón enda hægri fóturinn sjaldan notaður í annað en að stíga í hana hjá Halla. Glæsilegt engu að síður.

Við héldum áframa að sækja og vorum sterkari á þessu tímabili. Dómarinn var farinn að grípa í taumana og dæmdi aukaspyrnu á frábæra tæklingu Antons sem vann boltann réttlátt af varnarmanni og uppskar gult spjald. Í þeirri sömu sókn skoruðu KFG. Boltanum var skallað frá úr teignum, sóknarmaður þeirra skýtur föstu skoti á markið Davíð ver en missir boltan afar klaufalega yfir sig í netið.

Ekki leið á löngu þar til þriðja markið kom og ekki var það mikið skárra. Leikmenn KFG sóttu upp hægri kantinn og sendu boltann inná miðjuna, þar vann Anton boltann glæsilega, leikmaður KFG hrindir honum, klárlega bakhrinding en dómarinn dæmir ekkert, Anton stendur upp og brýtur af sér og KFG fær aukaspyrnu. Þeir tóku aukaspyrnuna á fjærstöngina, leikmaður KFG nær að sparka boltann yfir Davíð en við vildum meina að boltinn væri kominn útaf, sóknarmaður KFG nær svo að pota boltanum yfir marklínuna. 3-1 fyrir KFG og klárlega ekki sú staða sem við reiknuðum með.

Við sóttum og reyndum að minnka muninn en fáranlegir dómar og sofandiháttur gerði okkar mönnum erfitt fyrir og ekki bætti úr skák þegar dómarinn rak Anton útaf með sitt annað gula spjald þegar hann braut á sóknarmanni KFG. Stuttu áður hafði Bjössi átt dauðafæri þegar hann brunaði upp hægri kanntinn og var kominn langt inní vítateig KFG en skot hans var varið í horn.  Staðan í hálfleik 3-1 fyrir KFG

Við gerðum eina breytingu í hálfleik, Birkir kom inná fyrir Ingó á miðjuna. Við mættum ákveðnir til leiks gegn sofandi vörn KFG og skoruðum strax á 2.mínútu síðari hálfleiks, það gerði Andri Janusson sem renndi boltanum undir markvörð KFG en Andri hafði fengið góða stungusendingu innfyrir. Hann hefði svo getað jafnað mínútu síðar þegar hann slapp aftur í gegn en markvörðurinn varði í þetta skipti.

Við vorum sterkari aðilinn og ekki var að sjá hvort liðið væri einum færri, fáranlegir dómar gerðu okkar menn enn pirraðri en það var eins og dómarinn var að gera allt sem í hans valdi stóð til að KFG væri í sókn. Einn leikmaður þeirra sparkaði svo fast í leikmann okkar án þess að boltinn væri nálægt, aðstoðardómarinn flaggar og kallar dómarann til sín sem segir honum að láta flaggið niður. Fáranlegur dómur þar. Við fengum nokkur hálffæri sem ekki nýttust og þá varði Davíð Smári einu sinni frábærlega einn á móti sóknarmanni KFG.

Halli fékk að líta gula spjaldið þegar hann tók boltann snyrtilega af leikmanni KFG og enginn skildi neitt afhverju aukaspyrna var dæmd og hvað þá gult spjald. Dómarinn átti eftir að koma meira við sögu, Svenni fékk högg í andlitið og lá niðri, á meðan sóttu leikmenn KFG, dómarinn stoppaði ekki leikinn fyrir en sóknin var úti, talaði svo við línuvörðinn og rak leikmann þeirra útaf fyrir brotið, fáranlegur dómur svo ekki annað sé sagt.

Við fengum svo síðasta færi leiksins þegar Andri Janusson slapp einn í gegnum vörn KFG en markvörður þeirra varði meistaralega og því 3-2 sigur Garðarbæjarliðsins staðreynd og nokkuð ljóst að við þurfum að girða okkur í brók fyrir næsta leik sem er bikarleikur gegn Hömrunum/Vinum en hann fer fram á Álftanes á þriðjudaginn næsta.

Liðið: Davíð Smári – Maggi Maggi, Anton, Einar (Sissi 55), Svenni – Bjössi, Guðbjörn, Ingó (Birkir 46) Haraldur (Hallgrímur 70) – Kjartan, Andri

~ af Magnús Böðvarsson á 21 maí, 2008.

2 svör to “Vanmat + varnarmistök + dómaraskandall = Tap”

  1. við þurfum þá að girða þessa brók afar vel !

  2. Það er ekki látið vita að ég átti stungusendinguna á andra 😦

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

 
%d bloggurum líkar þetta: